is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > MPH Kennslufræði og lýðheilsudeild (-2013) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9848

Titill: 
  • Viðhorf ungs fólks til framhaldsskóla, heilsu og heilsueflingar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að kanna viðhorf ungs fólks til framhaldsskóla, heilsu og heilsueflingar. Hvaða þættir það eru sem hafa hvetjandi og letjandi áhrif á heilsuhegðun þeirra. Tilgangurinn er að auka þekkingu þeirra sem vinna að málefnum ungs fólks með það fyrir augum að auðveldara verði að styðja ungt fólk í framhaldsskólum til jákvæðrar heilsuhegðunar. Við rannsóknina er notuð eigindleg aðferðafræði. Eigindlegum gögnum var safnað með fimmtán einstaklingsviðtölum og fjórum rýnihópum. Niðurstöður eru settar fram með fjórum megin þemum og ákveðnar spurningar innan þeirra skoðaðar: 1. Viðhorf til skóla, þar sem fram kemur að viðmælendur velja oftast skóla vegna búsetu og gera ekki sérstakar kröfur til skólans. 2. Viðhorf til eigin heilsu, en þar kemur fram að viðmælendur eru mjög meðvitaðir um heilsu, en framkvæma ekki endilega í samræmi við það. 3. Viðhorf til heilsueflingar, sýnir fram á að ýmis forvarnarverkefni eru að skila árangri sem og fræðsla í grunnskólanum. Ásamt því hve mikilvægt er að bjóða upp á heilnæman kost og góð tækifæri til hreyfingar innan framhaldsskólanna. 4. Viðhorf til ýmissa áhættuþátta, þar sem skoðað var sérstaklega tóbak, áfengi og klám. Niðurstöður benda til þess að mikilvægt sé að styrkja fræðslu og umfjöllun um andlega heilsu og auka aðgengi að sérfræðiaðstoð, ásamt því að vinna að því að ungt fólk nái þeim svefni sem það þarf á virkum dögum. Niðurstöðurnar styðja við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli og sýna að það starf er á réttri leið. Einnig kemur fram að viðmælendur vilja skýr skilaboð sem fylgt er eftir, í stað þess tvískinnungsháttar sem á sér stað í sambandi við áfengi og tóbak innan framhaldsskólanna. Kynheilbrigði og klám eru einnig þættir sem vert er að skoða nánar í þessu umhverfi.
    Lykilorð: viðhorf, framhaldsskóli, heilsa, heilsuefling, áhættuþættir.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this study is to explore the attitudes of adolescents towards upper secondary schools, towards physical health and positive health promotion. It was the aim to find which issues have encouraging and discouraging influences on student‘s health behavior and thus to create an environment where professionals working in the educational system will have a good idea of best practises and what to avoid in order to encourage better and healthier lifestyles. Qualitative data was used in this research and it was conducted in the way that fifteen individuals and four focus groups were interviewed. The results are put forward in four main themes and the focus is on the following specific questions within those categories: 1. Attitudes to educational institutions, where it is obvious that participants choose schools depending on area close to their residence and do not make other special demands of the school. 2. Attitudes towards one‘s own health, where it is obvious that the participants are well avare of health issues but do not necessarily do anything about it. 3. Attitudes towards positive health promotion show that various preventive efforts are delivering results as well as former education from primary schools. Furthermore the possibility of having healthy nutrition on the premises and good opportunities for physical activities give positive results. 4. Attitudes toward various risk factors where the use of tobacco, alcohol and pornography was especially examined. The results indicate the importance of having good education on mental issues and having good access to specialist help. It also became clear how adamant it is to stress the importance of good sleeping habits. The overall results of the study support the project „Heilsueflandi framhaldsskóli“ and confirm that the project is on the right course. It is also clear that the participants wants clear messages concerning rules about tobacco and alcohol within the upper secondary schools. Sexual health and the use of pornography are also aspects that need to be studied further.
    Key words: attitudes, upper secondary school, health, health promotion, risk factors.

Athugasemdir: 
  • Lýðheilsufræði
Samþykkt: 
  • 9.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9848


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPHKristrunlokarit2011.pdf927,27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna