is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9855

Titill: 
 • „Eitthvað fyrir alla, eða þannig séð.“ Útgáfusaga og –stefna barnabóka JPV og Forlagsins
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Hér er fjallað um barnabókaútgáfu JPV og Forlagsins. Skoðaðar eru þær barnabækur sem JPV gaf út allt frá stofnun útgáfunnar árið 2000 til ársins 2008 en þá hafði JPV sameinast öðrum bókaútgáfum og Forlagið verið stofnað. Í framhaldinu eru skoðaðar barnabækur Forlagsins frá árinu 2008 til og með ársins 2010.
  Ritgerðinni má skipta í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er fjallað almennt um sögu og útgáfu barnabóka. Í upphafi er velt upp þeirri spurningu hvað sé barnabók og í framhaldi af því farið yfir sögu barnabóka og skoðað hvernig þær hafa þróast allt frá upphafi sagnagerðar til nútímans. Saga íslenskra barnabóka er einnig skoðuð sérstaklega og spurningum varpað fram um að hverju þarf helst að huga varðandi útgáfu barnabóka. Þar er bæði notast við upplýsingar frá ritstjóra barnabóka Forlagsins og heimildir fræðimanna um sérstöðu barnabókaútgáfu.
  Í seinni hluta ritgerðarinnar er fjallað um barnabókaútgáfu JPV og Forlagsins. Farið er stuttlega yfir sögu útgáfnanna tveggja og lögð áhersla á hvaða stefnu þær hafa í útgáfu sinni á barnabókum. Í framhaldi af því er stiklað á stóru í útgáfusögu forlaganna og athugað hvort þau standi við þá stefnu sem þau segjast fylgja. Að lokum er bæði staða og framtíðarsýn barnabóka skoðuð út frá sjónarhorni stjórnenda barnabóka Forlagsins.
  Í viðauka eru birt í heild sinni viðtöl höfundar við Jóhann Pál Valdimarsson, eiganda JPV útgáfu og Forlagsins og Sigþrúði Gunnarsdóttur, ritstjóra barnabóka Forlagsins. Í ritgerðinni er vitnað til Jóhanns Páls varðandi útgáfustefnu barnabóka JPV og Sigþrúðar varðandi útgáfustefnu barnabóka Forlagsins.

Samþykkt: 
 • 11.8.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9855


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð PDF skjal.pdf978.92 kBLokaðurHeildartextiPDF