en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9858

Title: 
 • Title is in Icelandic Árangursmælikvarðar fjármálafyrirtækja. Íslenskt sjónarmið
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Markmið þessa lokaverkefnis er að kanna hvaða mælikvarðar eru mikilvægastir að mati stjórnenda fjármálafyrirtækja þegar árangur þeirra er metinn. Jafnframt er ætlunin að draga fram hvort að greina megi ákveðna áherslu hjá fyrirtækjunum í vali á mælikvörðum, hvað sé líkt á meðal þeirra og hvað er ólíkt.
  Í gegnum tíðina hefur sterk hefð verið fyrir notkun fjárhagslegra mælikvarða. Aðferðafræði stefnumiðaðs árangursmats felur meðal annars í sér að taka upp ófjárhagslega mælikvarða til blands við fjárhagslega og mæla þannig stefnu og framtíðarsýn skipulagsheildar en ekki eingöngu þann árangur sem er fjárhagslegur.
  Til þess að komast að því hvaða mælikvarðar vega þyngst hjá stjórnendum fjármálafyrirtækja var upplýsinga aflað hjá sex fyrirtækjum sem öll eiga það sameiginlegt að falla undir skilgreiningu fjármálafyrirtækis. Í víðri merkingu falla undir þá skilgreiningu öll fyrirtæki þar sem starfsemin er með einum eða öðrum hætti bundin þátttöku á fjármálamarkaði og því er úrtakið samansett af vátryggingafélögum, bönkum og lífeyrissjóði.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að fjármálafyrirtæki, önnur en bankar, leggi mikla áherslu á fjárhagslega mælikvarða þegar árangur þeirra er metinn. Tveir af þeim þremur bönkum, sem til rannsóknar voru, notast við fjárhagslega sem og ófjárhagslega mælikvarða sem taka mið af stefnu, lykiláherslum og markmiðum fyrirtækisins hverju sinni.

Accepted: 
 • Aug 15, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9858


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MS ritgerð.pdf1.6 MBOpenHeildartextiPDFView/Open