en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9861

Title: 
  • is Réttarheimildalegur grundvöllur þingræðisreglunnar. Á hún sér stoð í 1. gr. stjórnarskrárinnar eða er hún löghelguð stjórnskipunarvenja?
Submitted: 
  • October 2011
Abstract: 
  • is

    Þingræði er stjórnarfyrirkomulag sem hefur verið við lýði hér á landi í yfir hundrað ár, eða síðan Íslendingar fengu heimastjórn árið 1904. Sú skoðun hefur verið ríkjandi að þingræðisreglan byggist á löghelgaðri stjórnskipunarvenju en þeirri hugmynd hefur einnig verið varpað fram að hún geti falist í hugtakinu „þingbundin“ stjórn í 1. gr. laga nr. 33/1944 um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (verður hér eftir skammstöfuð stjskr.). Markmið þessarar ritgerðar er að skýra á hvaða réttarheimildarlega grundvelli þingræðisreglan stendur. Það er að segja hvort hún er leidd af 1. gr. stjskr. eða styðst við stjórnskipunarvenju. Fyrst verður almenn umfjöllun um þingræðisregluna, hvað í henni felist og þróun hennar og samspil við 15. gr. stjskr. um skipun og lausn ráðherra. Þar á eftir verður fjallað um 1. gr. stjskr. og leitast við að ákvarða inntak hugtaksins „þingbundin“ stjórn og sjá hvort þingræðisreglan felist í því. Verður það gert með textaskýringu ákvæðisins, skoðun lögskýringargagna og forsögu lagaákvæðisins. Að lokum verður fjallað um réttarvenju. Fyrst almennt um venju og síðan um löghelgan venju, þ.e. hvað gerir venju að bindandi réttarheimild. Almennt viðurkennd leiðbeiningarsjónarmið við það mat verða rakin og hugað að hvað það er sem við erum að leggja mat á með þessum sjónarmiðum. Að lokum fer fram athugun á því hvort þingræðisreglan er löghelguð stjórnskipunarvenja.

Accepted: 
  • Aug 16, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9861


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
AM.ÞRR.pdf536.09 kBOpenHeildartextiPDFView/Open