en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9862

Title: 
 • Title is in Icelandic Tilskipanir og reglugerðir í Evrópurétti. Réttaráhrif afleidds réttar
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Allt frá endalokum síðari heimstyrjaldar hafa Evrópuríki leitast í síauknum mæli eftir aukinni samvinnu sín á milli í efnahagsmálum sem og öðrum þjóðmálum. Ríkjandi hugmyndafræði í Evrópu varð sú að náin samvinna væri eina leiðin til að tryggja vopnahlé og velsæld. Í gegnum árin hefur þróunin verið sú að veita alþjóðlegum stofnunum aukið vald með það fyrir augunum að stuðla að samþættingu aðildaríkja. Stór þáttur í þeirri þróun var tilurð Evrópusambandsins árið 1993 með undirskrift Maastrichtsáttmálans. Sambandið telur 27 ríki í dag og um það bil 500 milljón borgara. Þá er samanlögð verg landsframleiðsla aðildaríkjanna tæplega 30% af vergri landsframleiðslu heims.
  Evrópusambandið er talsvert frábrugðið öðrum alþjóðasamtökum og bandalögum í heiminum í dag. Aðildaríki sambandsins hafa að vissu leyti framselt hluta ríkisvalds síns til hinna valdamiklu stofnanna sem starfa innan þess. Þær stofnanir sem ekki lúta boðvaldi ríkjanna og fara með sjálfstætt vald eru Framkvæmdastjórnin, Evrópudómstóllinn og Evrópuþingið. Öll hafa þau sitt hlutverk við mótun og þróun Rómarsáttmálans forvera Maastichtsáttmálans sem markaði upphaf Evrópubandalagsins og allt regluverk hans er byggt á.
  Það má segja að grundvallarlög sambandsins líkist fremur réttarskipun sambandsríkis en milliríkjabandalags. Í hefbundnu milliríkjasamstarfi og alþjóðasamtökum eins og til að mynda Sameinuðu þjóðunum er það meginregla að ríki eru ekki skuldbundin gagnvart ákvörðunum sem þau hafa ekki átt þátt í að taka og þessar ákvarðanir þarf að leiða inn í landsrétt á stjórnskipulegan hátt. Innan Evrópusambandsins eru ekki hafður sá háttur á.
  Reglugerðir og tilskipanir eru verkfæri stofnana Evrópusambandsins til samræmingar og einingar innan þess.
  Réttaráhrif tilskipana og reglugerða og útfærsla þeirra er að vissu leyti frábrugðin hvor annarri. Reglugerðir eru efnismeiri og hafa útbreiddari áhrif. Þeim er beint til allra og hafa bein réttaráhrif. Ekki þarf að koma til neinna ráðstafana frá aðildarríkjunum til að reglugerð taki gildi. Hún fær samstundis gildi í öllum aðildarríkjum án aðgerða þeirra eins og staðfest var í máli 93/71 (Leoniso-málinu). Þessu er öfugt farið með tilskipanir.
  Tilskipunum verður aðeins beint gagnvart aðildarríkjunum. Þegar tilskipunun er beitt þarf að koma fram í henni markmið sem stefnt skal að með setningu hennar. Það er svo í valdi aðildarríkjanna að haga svo til að markmiðinu verði náð. Þeim er frjálst að beita þeim úrræðum sem þeir telja fullnægjandi í þeim efnum.
  Reglugerðir hafa ávallt bein réttaráhrif en tilskipanir geta haft þau einnig. Til að svo megi vera þarf tilskipun að uppfylla tiltekin skilyrði. Texti hennar verður að vera nógu skýr og óskilyrtur svo að geinilegt sé af efni hennar að hún sé til þess fallin að skapa einstaklingum eða lögaðilum rétt. Þetta sjónarmið fékk staðfestingu með dómi í máli 41/74 (Van Duyn-málið).
  Evrópurétturinn er í stöðugri þróun og miðar að því að þétta Evrópu og mynda sterka samstöðu. Engin alþjóðasamtök geta státað af því einstaka samstarfi sem Evrópusambandið státar af. Þau djúpstæðu áhrif sem gerðir afleidds réttar hafa á landslög aðildarríkjanna eru einsdæmi.

Accepted: 
 • Aug 16, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9862


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lögfræði BA ritgerð.pdf382.37 kBOpenHeildartextiPDFView/Open