is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9864

Titill: 
  • Um óðs manns víg. Frávik dómstóla frá sérfræðimati á geðrænu sakhæfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Dómarar og lögfræðingar geta oft haft ástæðu til að draga geðheilbrigði réttaraðila í efa. Algengara er að slíkur vafi komi upp í sakamálum heldur en í einkamálum og leikur slíkur vafi oftast nær að geðheilbrigði sakbornings. Þegar slíkur vafi er uppi í sakamáli er lögskylt að leita umsagnar sérfræðinga á sviði sálfræði og/eða geðlækninga.
    Líkt og titill ritgerðarinnar gefur til kynna, fjallar hún um frávik dómstóla frá sérfræðimati á geðrænu sakhæfi. Frá sjónarhóli lögfræðinnar má skilgreina afbrot sem þá háttsemi sem telst refsinæm, ólögmæt og saknæm. Læknisfræðilega geta afbrot verið viss einkenni sálarástands manna líkt og önnur hegðun hans án tillits til laganna. Læknar og lögfræðingar leggja stundum mismunandi mælikvarða til grundvallar sakhæfismats og verða þau tilvik aðalefni þessarar ritgerðar.
    Í fyrsta hluta verða rekin almenn atriði um sakhæfi. Gerð verður grein fyrir afstöðu dómstóla og geðlækna við mat á geðrænu sakhæfi og árangur refsinga út frá lögfræðilegum álitaefnum og læknisfræðilegum staðreyndum. Drepið verður á helstu kvillum er geta leitt til sýknu á grundvelli sakhæfisskorts og fjallað verður um aðdraganda og framkvæmd sakhæfismats út frá lög- og læknisfræðilegum sjónarmiðum.
    Í öðrum hluta verður gerð grein fyrir þeim viðurlagaúrræðum í íslenskum rétti, sem beitt verður gagnvart ósakhæfum mönnum. Fjallað verður um laga- og réttlætingarök sem hvíla þeim að baki, og þeim einka- og allsherjarlegu hagsmunum sem þau styðjast við.
    Í þriðja hluta verður fjallað um þau tilvik í íslenskri dómaframkvæmd þar sem dómstólar hafa litið fram hjá sérfræðimati lækna um geðheilsu sakbornings og/eða áliti þeirra um árangur fyrirhugaðrar refsingar.
    Að lokum verður gerð samantekt á niðurstöðum ritgerðarinnar þar sem reynt verður að varpa ljósi á ástæður þessara frávika milli hins lagalega og læknisfræðilega mats.

Samþykkt: 
  • 16.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9864


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Um óðs manns víg BA ritgerð í lögfræði.pdf486.05 kBLokaðurHeildartextiPDF