Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9866
Ritgerð þessari er ætlað að fjalla um kæruheimildir innan stjórnsýslunnar. Megináhersla umfjöllunarinnar mun liggja á hinni almennu kæruheimild 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sem kveður um að aðila máls sé heimilt að kæra stjórnvaldsákvörðun til æðra stjórnvalds. Fjallað verður um ýmis atriði sem tengjast þessari kæruheimild, en einnig verður beint sjónum að sérstökum kæruheimildum, sem fela í sér undanþágu frá hinni almennu kæruheimild. Í því sambandi verður einkum fjallað um sjálfstæðar stjórnsýslunefndir sem falið hefur verið úrskurðarvald í málum á kærustigi. Skoðað verður hvernig þeim er komið á fót og að hvaða leyti lagaleg umgjörð þeirra og við úrlausn mála er frábrugðin því sem gerist þegar reynir á hina almennu kæruheimild 26. gr. stjórnsýslulaga.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerd.pdf | 272,67 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna | |
BA-forsida.pdf | 190,22 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna |