is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9867

Titill: 
 • Undantekningar frá meginreglunni um endurgreiðslu ofgreidds fjár
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Öllum kröfuréttindum er í upphafi ætlað það hlutverk að greiðsla sú, sem þau mæla fyrir um, fari fram. Þannig miðast eðlileg lok kröfuréttinda við það tímamark þegar greiðsla þessi er innt af hendi, það er þegar skuldari greiðir kröfu sína í hendur kröfuhafa. Á þessu kunna þó að verða ýmiss konar misbrestir, sem geta t.a.m. leitt til þess að krafan teljist vanefnd og kröfuréttindunum þar með ekki lokið í skilningi fræðanna. Ólík þessu er sú gerð „gallaðrar“
  greiðslu, sem felst í því að skuldari greiðir kröfuhafa meira en efni standa til og er þá talað um ofgreiðslu. Algengustu álitaefnin varðandi ofgreiðslu snúa að því hvort upphaflegur skuldari eigi rétt á endurgreiðslu hins ofgreidda fjár eður ei. Í þessari ritgerð er rýnt í réttarheimildir og –framkvæmd með það fyrir sjónum, að bera kennsl á þau tilvik þar sem skuldari á ekki rétt á endurheimtu ofgreidds fjár úr hendi kröfuhafa.
  Gengið er út frá að það sé meginregla að íslenskum rétti, að endurgreiða beri ofgreitt fé og er því fjallað um undantekningar frá meginreglunni. Þessi tilhögun er rökstudd og gleggri grein gerð fyrir þessari meginreglu og álitaefnum sem snúa beint að henni í byrjun umfjöllunarinnar, auk þess sem fjallað er lítillega um hvað felst í hugtakinu ofgreiðsla.
  Næst er vikið að þeim áhrifum sem fyrningarreglur laga og sjónarmið um tómlæti geta haft á möguleika skuldara til að endurheimta ofgreitt fé og í framhaldinu fjallað um hvernig huglæg afstaða greiðanda kröfu annars vegar og viðtakanda greiðslu hins vegar getur skipt máli við matið á því hvort endurgreiða beri ofgreidda kröfu eða hinn ofgreidda hluta
  hennar. Loks eru helstu niðurstöður teknar saman.

Samþykkt: 
 • 16.8.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9867


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
forsida-ba-end.pdf189.73 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Ba-endurg.pdf244.5 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna