is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Doktorsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9869

Titill: 
 • Titill er á ensku Psychotropic Drug Use among Children: A Comparison of ADHD Drug Use in the Nordic Countries and the Effect of ADHD Drug Treatment on Academic Progress
 • Geðlyfjanotkun meðal barna: Samanburður á notkun ADHD lyfja á Norðurlöndunum og áhrif lyfjameðferðar við ADHD á námsárangur
Námsstig: 
 • Doktors
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  Attention-deficit hyperactivity disorder (ADHD) is a neurodevelopmental disorder affecting 5-10% of school-aged children. Drug treatment for ADHD with stimulants is now widely used as a therapeutic option in the US and increasingly in Europe. Nevertheless, the increasing use of ADHD drugs is debated, chiefly because of concerns of over-use, addiction and uncertainty of the long-term outcomes of treatment. Although research in pediatric psychopharmacology has expanded during the past decade, utilization studies have typically rested on limited data sources. Thus, the evidence base for prevalence of use and treatment safety, as well as long-term risks and effectiveness of many psychotropic agents for children remains fragmented. The long-term effects of stimulant treatment are largely unknown and evidence about their effect on academic progress among children with ADHD is limited.
  Our studies are based on the unique setting in Iceland, the nationwide prescription drug registries now available in all Nordic countries and the rare opportunity of record linkage to national scholastic examinations in Iceland. We aimed to investigate patterns of psychotropic drugs use among the total pediatric population in Iceland, to compare ADHD drug use among all Nordic countries and, finally, to address whether children’s academic progress is affected by the initiation of stimulant treatment for ADHD.
  In Study I we found a markedly high prevalence between 2003 and 2007 of psychotropic drug use among children in Iceland (48.7 per 1000 in 2007). Stimulants and antidepressants were the two most commonly used psychotropic drugs in 2007, respectively with a prevalence of 28.4 and 23.4 per 1000 children. A statistically significant trend of declining prevalence and incidence of antidepressant use occurred during the study period, while prevalence increased for use of stimulants and antipsychotics. Out of 21,986 psychotropic drugs dispensed in 2007, 25.4% were used off-label for children.
  In Study II we compared national use in 2007 of ADHD drugs (stimulants and atomoxetine) between all five Nordic countries, covering in total almost 25 million individuals. We found a significant difference in the extent of utilization between the countries. The prevalence of use varied from a low 1.2 per 1000 inhabitants in Finland, to a high 12.5 per 1000 in Iceland. Children aged 7 to 15 years were in 2007 almost five times more likely in Iceland, than in Sweden to have been dispensed an ADHD drug. Prevalence among Nordic boys (age 7-15) was 4.3-fold the prevalence among Nordic girls, while among adults (age 21+) women were almost as likely as men to use ADHD drugs. In all five Nordic countries methylphenidate was the most commonly used ADHD drug, accounting for over 80% of the use in 2007. It was also the only ADHD drug with a valid marketing authorization and reimbursed in every Nordic county.
  In study III we investigated the extent to which academic progress among 9- to 12-year old children is related to initiation of stimulant treatment, covering 11,872 children who took standardized tests in mathematics and language arts. In contrast with non-medicated children in the general population, children starting stimulant treatment between 4th and 7th grade tests presented with an overall academic decline. Compared with those starting stimulant treatment earlier (≤12 months after 4th grade test), children with later treatment start (25-36 months after 4th grade test) were 1.7-fold more likely to decline academically in mathematics and 1.1-fold more likely to decline in language arts. The adjusted risk ratio of mathematics decline with later treatment was higher among girls (RR, 2.7), than boys (RR, 1.4).
  In conclusion, based on nationwide registry data from the Nordic countries our results indicate (I) a markedly high use of psychotropic drugs, especially of stimulants and antidepressants, among children in Iceland and (II) a considerable variation in use of ADHD stimulant drugs in the Nordic countries. Furthermore, our results indicate (III) that later start of stimulant drug treatment for ADHD is associated with academic decline, particularly in mathematics.
  Keywords:
  psychotropic drug use, stimulant drug treatment, ADHD, academic progress, nationwide registry data, population-based

 • Ágrip
  Enn vantar vísindalegan grunn um útbreiðslu geðlyfjanotkunar, meðferðaröryggi og áhrif ýmissa geðlyfja fyrir börn, þrátt fyrir aukna þekkingu um notkun og virkni geðlyfja fyrir börn síðastliðinn áratug. Athyglisbrestur og ofvirkni (ADHD) er taugaþroskaröskun sem 5-10% barna á skólaaldri glíma við. Örvandi lyfjameðferð er útbreitt meðferðarform fyrir börn með ADHD í Bandaríkjunum og í auknum mæli í Evrópulöndum. Vaxandi notkun ADHD lyfja er umdeild í ljósi mögulegrar of- og misnotkunar og vegna óvissu um langtímaáhrif lyfjameðferðar. Enn er lítið vitað um langtímaáhrif örvandi lyfjameðferðar og þekkingu vantar um áhrif meðferðar á námsárangur barna með ADHD.
  Niðurstöður okkar byggja á einstökum rannsóknaraðstæðum á Íslandi, sem felast í fágætu tækifæri til samtengingar gagna á landsvísu um lyfjanotkun og námsárangur barna á samræmdum prófum, ásamt lýðgrunduðum lyfjagagnagrunnum á öllum Norðurlöndunum. Markmið okkar var að (I) lýsa mynstri geðlyfjanotkunar meðal allra barna á Íslandi, (II) bera saman tíðni notkunar ADHD lyfja á Norðurlöndunum og (III) kanna tengsl námsárangurs og örvandi lyfjameðferðar hjá börnum með ADHD.
  Í fyrstu rannsókn okkar lýstum við mynstri geðlyfjanotkunar meðal íslenskra barna. Niðurstöður sýndu að á árunum 2003 til 2007 var algengi geðlyfjanotkunar meðal íslenskra barna hlutfallslega hátt (48,7 á hver 1000 börn 2007). Algengust var notkun örvandi lyfja (28,4 á hver 1000 börn 2007) og þunglyndislyfja (23,4 á hver 1000 börn 2007). Bæði algengi og nýgengi þunglyndislyfjanotkunar lækkaði marktækt á rannsóknartímabilinu en algengi notkunar örvandi lyfja og geðrofslyfja jókst. Meðal þeirra 21.986 geðlyfja sem voru útleyst fyrir börn árið 2007 var rúmlega fjórðungur (25,4%) án ábendingar fyrir börn.
  Í annarri rannsókn okkar bárum við saman notkun ADHD lyfja (örvandi lyf og atomoxetín) árið 2007 meðal nærri 25 milljóna íbúa Norðurlandanna. Marktækur munur fannst á lyfjanotkun milli landanna fimm. Lægst var algengið í Finnlandi (1,2 á hverja 1000 íbúa) en hæst á Íslandi (12,5 á hverja 1000 íbúa). Árið 2007 voru íslensk börn (7-15 ára) nærri fimm sinnum líklegri en sænsk börn til að fá útleyst ADHD lyf. Algengi notkunar var rúmlega fjórfalt hærra hjá norrænum drengjum (7-15 ára) en norrænum stúlkum. Meðal fullorðinna (21 árs og eldri) var notkun lyfjanna nær jöfn. Metýlfenídat var mest notaða ADHD lyfið í hverju landi og náði yfir rúmlega 80% notkunar árið 2007. Jafnframt var það eina lyfið með markaðsleyfi og endurgreitt á öllum fimm Norðurlöndum.
  Þriðja rannsókn okkar var um tengsl upphafs örvandi lyfjameðferðar og námsframvindu hjá 9 til 12 ára börnum. Rannsóknin náði til barna sem höfðu tekið samræmd próf í stærðfræði og íslensku bæði í 4. og 7. bekk, alls 11.872 börn. Námsárangur barna úr almennu þýði stóð í stað milli 4. og 7. bekkjarprófa á meðan árangur barna sem fékk lyfjameðferð við ADHD versnaði almennt. Áhættan á versnun í námi var aukin meðal barna sem hófu lyfjameðferð seint (25-36 mánuðum eftir 4. bekkjarpróf) samanborið við þau börn sem hófu lyfjameðferð fyrr (≤12 mánuðum eftir 4. bekkjarpróf). Áhættuhlutfallið var 1,7 í stærðfræði og 1,1 í íslensku. Stelpum sem hófu lyfjameðferð seint var hættara við versnun í stærðfræði (áhættuhlutfall 2,7) en strákum (áhættuhlutfall 1,4).
  Niðurstöður okkar, sem byggja á lýðgrunduðum upplýsingum úr miðlægum gagnagrunnum á Norðurlöndunum, benda til þess (I) að notkun geðlyfja, einkum örvandi- og þunglyndislyfja, sé algeng meðal íslenskra barna og (II) að töluverður munur sé á algengi örvandi lyfjanotkunar við ADHD milli Norðurlandanna. Ennfremur benda niðurstöður til þess (III) að börnum með ADHD sem hefja lyfjameðferð seint sé hættara við að hraka í námi en þeim sem hefja meðferð fyrr, sér í lagi í stærðfræði.
  Lykilorð:
  geðlyfjanokun, örvandi lyfjameðferð, ADHD, námsárangur, miðlæg gögn á landsvísu, lýðgrunduð rannsókn

Styrktaraðili: 
 • Rannsóknarmiðstöð Íslands, RANNÍS, styrkti verkefnið. Doktorsefnið hlaut einnig styrki úr Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands (Doktorsstyrkur, Aðstoðarmannasjóðsstyrkur, Verkefnastyrkur og Ferðastyrkir).
Samþykkt: 
 • 17.8.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9869


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HelgaZoega_PhDThesis_FINAL.pdf1.63 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna