is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/987

Titill: 
 • Könguló varð að krossfiski ... : hvernig er hægt að vinna samkvæmt fljótandi námskrá í leikskóla
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Í ritgerðinni er leitast við að svara rannsóknarspurningunni; Hvernig er hægt að vinna samkvæmt fljótandi námskrá í leikskóla?
  Í svarinu er fjallað um nám barna og námsvitund þeirra, hvernig þau læra og hvernig þau læra að læra. Þar sem áhugi barna hafður í fyrirrúmi í vinnu samkvæmt fljótandi námskrá þá er einnig fjallað um áhugahvöt og hvernig umhverfi leikskólans getur skipt miklu máli til að örva og efla hugarheim barna.
  Eitt helsta tæki leikskólakennara sem vinna samkvæmt fljótandi námskrá er uppeldisfræðileg skráning, í ritgerðinni er þeirri aðferð gerð sérstök skil, og sú nálgun er góð til að komast að hvar áhugi barna liggur.
  Til að skoða hvernig er að vinna samkvæmt fljótandi námskrá var gerð starfendarannsókn í leikskólanum Iðavelli á Akureyri, þar sem uppeldisfræðileg skráning var eitt helsta rannsóknartækið.
  Til að fá sjónarhorn þeirra sem vinna samkvæmt fljótandi námskrá var tekið viðtal við leikskólastjóra og deildarstjóra í leikskólanum Iðavelli.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að í leikskólanum Iðavelli þar sem unnið er samkvæmt fljótandi námskrá er engin klukka sem ræður ferðinni, því þarf ekki að rjúfa leik barnanna. Hægt er að vinna í verkefni hvenær sem er, það er ekki bundið við hópastarfstíma tvisvar í viku eins og annars er algengt í leikskólum. Þegar hópastarf er ekki til staðar er ekki sjálfgefið að sömu börnin vinni að sama verkefni allan tímann. Í rannsóknarvinnunni völdu börnin að vera með eftir því sem þau sem höfðu áhuga í hvert skipti, þar sem áhuginn breiddist smám saman út um alla deild, endaði það á því að flest börnin tóku þátt í verkefninu á einhverju stigi.
  Kennararnir sem hafa reynslu af að vinna samkvæmt fljótandi námskrá í leikskólastarfinu líkar vel að vinna samkvæmt þessari aðferð. Þeir segjast geta unnið frjálst, en þó reyni einnig á sjálfstraust, ábyrgð og frumkvæði þeirra sem kennara. Þeir telja að mannauður leikskólans fái að njóta sín í starfi og að áhugi barna og kennara ráði að miklu leyti ferðinni.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/987


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kongulo.pdf384.08 kBTakmarkaðurKönguló varð að krossfiski ... - heildPDF
kongulo-e.pdf75.68 kBOpinnKönguló varð að krossfiski ... - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
kongulo-h.pdf112.02 kBOpinnKönguló varð að krossfiski ... - heimildaskráPDFSkoða/Opna
kongulo-u.pdf130.69 kBOpinnKönguló varð að krossfiski ... - útdrátturPDFSkoða/Opna