is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9870

Titill: 
 • Vinna og vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga. Virðisaukandi vinna hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknar var að varpa ljósi á virðisaukandi vinnu hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku og það sem dregur úr virði vinnunnar, en góð nýting mannafla og öruggt vinnuumhverfi eru forsendur árangursríkrar gæðahjúkrunar.
  Aðferð: Notuð var blönduð aðferð með rýnihópaviðtölum og vettvangsathugunum. Þátttakendur voru reyndir hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landspítala. Í rýnihópaviðtölunum var notaður hálfstaðlaður viðtalsrammi sem byggir á hugmyndafræði Kanadíska hjúkrunarfélagsins (RNAO) og fyrri rannsóknum á virðisaukandi vinnu hjúkrunarfræðinga. Tekin voru tvö rýnihópaviðtöl við 12 hjúkrunarfræðinga. Viðtölin voru innihaldsgreind og flokkuð í: 1) skipulag 2) samskipti og 3) fagmennsku. Vettvangsathuganir voru gerðar á 10 morgun- og kvöldvöktum þar sem einum hjúkrunarfræðingi var fylgt eftir í einu. Í vettvangsathugunum var gögnum safnað í handtölvu og á upptökutæki þar sem fylgst var með hjúkrunarfræðingum að störfum og mælingar gerðar á vinnu þeirra, áhrifaþáttum og hreyfingum þeirra milli rýma og í tíma.
  Niðurstöður rýnihópaviðtalanna bentu á þætti sem varða skipulag, samskipti og fagmennsku og geta aukið eða dregið úr virði vinnu hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Þættir sem varða skipulag eru: Flækjustig vinnuumhverfis; skipulag vinnu; skipulag vinnurýmis. Þættir sem varða samskipti eru: Vinnustaðamenning; samvinna og samskipti; stjórnendur og stjórnunarstíll. Þættir er varða fagmennsku eru: Þekking og færni; ábyrgð og reynsla. Niðurstöður vettvangsathugana sýndu að mestur tími þátttakenda eða 67,84% fór í beina og óbeina umönnun sjúklinga og að 77,35% vinnutíma þeirra fór í virðisaukandi vinnu.
  Ályktanir: Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku greina fjölmarga þætti sem hafa áhrif á virði vinnu þeirra og geta aukið það eða dregið úr því. Þessir þættir lúta að skipulagi, samskiptum og fagmennsku. Einnig telja þeir áreitin á vinnustaðnum mörg og í vettvangsrannsóknum kemur fram að þeir þurfa sífellt að beina athygli sinni að nýjum viðfangsefnum. Mestur hluti vinnutíma hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku fer í virðisaukandi vinnu, en þó er svigrúm til úrbóta þar sem greina má atriði sem draga úr virði vinnunnar. Mikilvægt er fyrir hjúkrunarfræðingana sjálfa, samstarfsfólk þeirra, stjórnendur og ráðamenn að átta sig á, viðurkenna og vinna með áhrifaþætti vinnunnar svo auka megi virði hennar og þar með gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga.

Samþykkt: 
 • 18.8.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9870


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ms ritgerð - virðisaukandi vinna hjúkrunarfræðinga á bráðamóttpku.pdf1.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna