is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9871

Titill: 
  • Búorka
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Samfara hækkandi verðlagi á jarðefnaeldsneyti hér á landi hefur orðið síaukin vakning í því að litið verði til annarra kosta til að mæta þörf landsmanna fyrir eldsneyti Einn þessara kosta er að auka innlenda framleiðslu metans. Metanframleiðsla er byggð á lífrænu ferli er kallast loftfirrt niðurbrot eða gerjun. Hreint metan fæst ekki með slíku niðurbroti þar sem frá því leggur svokallað lífgas (hauggas eða biogas á engilsaxnesku) sem þarft er að vinna frekar til að fá metan af ásættanlegum hreinleika. Þegar farið er í slíka vinnslu þarf að taka tillit til ótal breytna og þar sem takmörkuð reynsla er af slíku hér á landi þá er nauðsynlegt að sækja þekkingu er varðar kostnað, framleiðsluleiðir og tækniuppsetningu til annarra ríkja. Í mörgum ríkjum Norður Evrópu er þannig að finna áratuga langa reynslu lífgasframleiðslu og þar er að finna ótal lífgasver af ýmsum gerðum. Mögulegt er að setja upp lífgasvers að erlendri fyrirmynd hér á landi því hér að finna nokkuð magn hráefnis sem nýta mætti til vinnslunnar frá ýmissi starfsemi svo sem landbúnaði, en einnig í sorpi frá heimilum og iðnaði. Ef áfram vinna á lífgasið í hreinna metan þá er ólíklegra að rekstur minni framleiðslueininga hér á landi verði hagkvæmur og skili fjárhagslegum ágóða. Stærri framleiðslueiningar eru líklegri til að skila hagnaði í skjóli stærðarhagkvæmni þótt slíkt sé ekki öruggt og þær geti einnig verið óhagkvæmar. Lífgas og metan gæti samt sem áður verið fýsilegur og sjálfbær framtíðarkostur eldsneytis hvort sem litið er til hagrænna, félagslegra eða umhverfislegra þátta.

  • Útdráttur er á ensku

    With increasing fossil fuel prices in Iceland then there has been an awakening in looking towards other options in meeting the populations demand for fuel, one of these options being an increase in domestic production of methane. The production of methane is based on a biological process called anaerobic digestion and is alike other things biological; dynamic. The raw product of the anaerobic digestion is however not pure methane as it creates biogas which has to be processed further to gain methane of substantial pureness. When engaging in such production then many factors have to be considered and as there is a limited experience of such processes in Iceland then it is necessary to look towards foreign experience and knowledge about the production process and technological innovation. Decades of experience in these matters can be found in many of Northern Europe´s states where a great deal of biogas plants in varying versions can be found. The installment of such biogas plants in Iceland is possible as there exists a adequate supply of material which could be used for such production, such as waste from farming but also in residential and industrial waste. If the aim of the production is to produce pure methane then it is probably unlikely that the operation of smaller production units will be profitable. On the other hand then bigger production units could be profitable due to economies of scale. Biogas and methane could none the less be a eligible and a sustainable fuel option in the long run from an economic-, social- and environmental standpoint.

Styrktaraðili: 
  • Verkfræðistofan Verkís
Samþykkt: 
  • 22.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9871


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Búorka.pdf2.65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna