is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9884

Titill: 
 • Refsistefna í fíkniefnalöggjöf: blessun eða böl?
 • Titill er á ensku Drug Prohibiton in Iceland: Triumph or tribulation?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari er fjallað um refsistefnu í fíkniefnalöggjöf. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar var að kanna árangur refsistefnunnar sem hefur verið viðhöfð í hartnær heila öld. Í því skyni athugaði höfundur þróun refsiákvæða í fíkniefnalöggjöf frá upphafi en einnig meðalþyngd óskilorðsbundinna Hæstaréttardóma í fíkniefnamálum frá 1972 – 2010. Við athugun kom í ljós að refsirammi fíkniefnalöggjafarinnar hefur verið víkkaður mikið út og hefur meðalþyngd óskilorðsbundinna dóma að sama skapi aukist nokkuð mikið.
  Höfundur kannaði einnig ýmis gögn til að geta sýnt fram á þróun fíkniefnavandans, en hann hefur aukist nokkuð afdráttarlaust til langs tíma miðað við tölfræði meðferðarstofnana, lögreglu og niðurstöður neyslukannana og annarra rannsókna. Þynging refsinga virðist því hafa haft mjög takmörkuð áhrif í þá átt að draga úr vandanum. Virðist refsistefnan að mörgu leyti skorta stoðir á vísindalegum grundvelli.
  Í ritgerðinni eru helstu kenningar afbrotafræðinnar reifaðar stuttlega og einnig fjallað um refsingar. Sérstök áhersla er lögð á að komast að niðurstöðu um almenn og sértæk varnaðaráhrif refsinga við fíkniefnabrotum. Niðurstöður höfundar benda til þess að almenn varnaðaráhrif refsinga vegna fíkniefnabrota séu mjög takmörkuð og sértæk varnaðaráhrif einnig. Sértæku varnaðaráhrifin virðast minnst meðal ungra afbrotamanna.
  Að lokum er lagt mat á árangur refsistefnunnar í heild sinni út frá markmiðum hennar. Árangri virðist í heildina verulega ábótavant auk þess sem refsistefnan kann að hafa í för með sér ýmsar ófyrirséðar hliðarverkanir. Í ritgerðinni kemur í ljós að lönd með þyngri og strangari viðurlög við fíkniefnabrotum hafa ekki náð fýsilegri árangri en Íslendingar. Í ljósi góðrar reynslu annarra landa af frjálslyndi í fíkniefnalöggjöf kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að tilefni sé til að endurskoða fíkniefnalöggjöfina hér á landi með það fyrir sjónum að ná betri árangri og sýnist þá best að taka frjálslyndari stefnu í málaflokknum en verið hefur.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this paper is to analyze in general the effectiveness of the prohibition of drugs in Iceland, which has been in effect for almost a century. In order to do that, the author inquired the development of the penal code of the Icelandic drug law and the average length of prison terms issued to drug offenders in 1972 – 2010 by the Supreme Court. Upon inspection it was noted that, throughout the entire period, longer terms were warranted by amendments to the drug laws. Consequently, harsher sentences were given to drug offenders by the Supreme Court (although that the average length of sentences is likely not very long in international comparison) and at the end of the period prison terms had become considerably longer on average.
  The development of the drug problem was also inspected and, judging by statistics and research, had grown considerably over the past years. Therefore, increasingly burdensome sentences were not shown to have had any considerable effect as to reduce the drug problem.
  Some theories of criminology and punishment were given brief deliberation. General and specific deterrence were given specific consideration in relation to drug crimes. Deterrence was concluded to be minimal in this context. Specific deterrence seemed to be the least among first-time offenders. Prohibition, in many ways, seems to lack scientific grounds.
  Overall, prohibition seemed to have been very ineffective and even seemed to cause some unintended harms. Countries with harsher penal codes seemed mostly to fare equally as bad as Iceland or worse in this context. In light of experiencing considerable achievements, countries with more liberal drug laws have established precedents for a more successful doctrine. It is therefore suggested that prohibition be reconsidered and a more liberal course taken, based primarily on scientific evidence.

Samþykkt: 
 • 30.8.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9884


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhannes Stefánsson - Refsistefna í fíkniefnalöggjöf-blessun eða böl - BA 2011 LDHR.pdf858.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna