is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9893

Titill: 
 • Kostnaðarnytjagreining á hugrænni atferlismeðferð (HAM) við þunglyndi í samanburði við lyfjameðferð
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þunglyndi er algengasti geðræni sjúkdómurinn og sá sjúkdómur sem veldur einna mestri sjúkdómsbyrði á Vesturlöndunum. Lyfjameðferð er sú þunglyndismeðferð sem oftast er veitt en mikil aukning hefur orðið á notkun geðdeyfðarlyfja hér á landi síðustu áratugi. Af sálfræðimeðferðum hefur hugræn atferlismeðferð (HAM) mest verið að ryðja sér til rúms.
  Markmið þessa verkefnis er að rannsaka með kostnaðarnytjagreiningu hvort að HAM við þunglyndi sé kostnaðarhagkvæm í samanburði við lyfjameðferð. Líkindatré var búið til og væntur kostnaður vegna notkunar heilbrigðisþjónustu í kjölfar ófullnægjandi meðferða var metinn út frá líkum á atburðum ásamt óbeinum kostnaði. Greiningin er gerð út frá þjóðhagslegu sjónarhorni.
  Í greiningunni er stuðst við ársalgengi þunglyndis á Íslandi og kostnaður meðferðanna reiknaður fyrir ímyndunarúrtak einstaklinga á aldrinum 18 til 67 ára. Kostnaður er reiknaður yfir 15 mánaða tímabil og ávinningur metinn sem lífsgæðavegin lífár. Stigvaxandi kostnaðarvirknihlutfall er reiknað sem umframkostnaður HAM fyrir hvert lífsgæðavegið lífár.
  Niðurstöður greiningarinnar sýna að væntur heildarkostnaður samfélagsins vegna einstaklings sem fer í HAM er 508.920 kr. en 506.907 kr. fyrir einstakling sem fer í lyfjameðferð. Umfram lífsgæðavegin lífár sem fást með HAM samanborið við lyfjameðferð eru 0,09. Kostnaðaraukning HAM umfram lyfjameðferð er 2.013 kr. Samkvæmt gefnum forsendum er kostnaður við hvert lífsgæðavegið lífár 22.369 kr. á verðlagi ársins 2010. Niðurstöðurnar eru næmar fyrir breyttum forsendum og þá helst breytingu á tímafjölda HAM og breytingum á hlutfalli þeirra sem ná sjúkdómshléi eftir meðferð.
  Niðurstaða kostnaðarnytjagreiningarinnar er sú að HAM við þunglyndi er kostnaðarhagkvæm meðferð sé litið til alþjóðlegra kostnaðarviðmiða.

Samþykkt: 
 • 30.8.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9893


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kostnaðarnytjagr. HAM.pdf477.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna