en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9895

Title: 
 • Title is in Icelandic Klínískar leiðbeiningar um hjúkrun heilablóðfallssjúklinga í endurhæfingu
Submitted: 
 • August 2011
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Bakgrunnur: Heilablóðfall er þriðja algengasta dánarorsökin á Íslandi og jafnframt ein af meginorsökum fötlunar fullorðinna einstaklinga. Afleiðingar heilablóðfalls eru margvíslegar, svo sem lamanir, tjáskiptaerfiðleikar, kyngingarerfiðleikar, einbeitingar¬skortur, þunglyndi og yfirþyrmandi þreyta. Hjúkrun heilablóðfallssjúklinga er því flókin og krefst sérþekkingar hjúkrunarfræðings, en einkennin geta haft í för með sér mikla byrði fyrir sjúklinginn, fjölskylduna og samfélagið. Á Íslandi hefur skort klínískar leiðbeiningar fyrir hjúkrun heilablóðfallssjúklinga í endurhæfingu, en slíkar leiðbeiningar, unnar í samvinnuverkefni á milli Íslands og Hollands, komu út í Hollandi árið 2009.
  Tilgangur: Að aðlaga og staðfæra Klínískar leiðbeiningar um hjúkrun heilablóð¬fallssjúklinga í endurhæfingu að íslenskum aðstæðum.
  Markmið: Að stuðla að faglegri, öruggri og skilvirkri hjúkrun í endurhæfingu heilablóðfallssjúklinga.
  Efnisval: Fjórir af ellefu köflum Klínísku leiðbeininganna voru valdir vegna hagnýts gildis þeirra fyrir hjúkrun og til þess að afmarka verkefnið. Kaflarnir eru: Endurhæfing eftir heilablóðfall, hreyfing og sjálfsbjargargeta, þunglyndi eftir heilablóðfall og fræðsla til heilablóðfallssjúklinga og aðstandenda þeirra.
  Aðferð: Ráðleggingar úr köflum leiðbeininganna voru frumþýddar úr hollensku yfir á íslensku og þær valdar sem taldar voru henta íslenskum aðstæðum. Umfjöllun og fræðilegur bakgrunnur hverrar ráðleggingar var unnin út frá heimildalista viðkomandi kafla leiðbeininganna og fræðilegir kaflar skrifaðir. Jafnframt því var stuðst við fræðileg kerfisbundin yfirlit og framkvæmd ný heimildaleit á flestum efnisatriðum verkefnisins.
  Niðurstöður: Lagðar voru fram 69 ráðleggingar, innan fjögurra kafla og 11 þeirra uppfærðar með nýjum heimildum. Af ráðleggingunum hafa 12 vísindalegan styrk A, 9 styrk B, 26 styrk C og 17 styrk D. Fimm ráðlegginganna voru ekki stigaðar.
  Umræða og ályktanir: Klínísku hjúkrunar- og endurhæfingarleiðbeiningarnar fela í sér gagnreynda þekkingu og munu þær nýtast hjúkrunarfræðingum vel í hjúkrun og meðferð heilablóðfallssjúklinga. Notkun þeirra er góð leið til þess að veita sjúklingum gagnreynda hjúkrun og meðferð sem er líkleg til að leiða til bættra lífsgæða þeirra. Mikilvægt er að huga vel að innleiðingu leiðbeininganna í daglega hjúkrun sjúklinga.

Accepted: 
 • Aug 30, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9895


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Klínískar leiðbeiningar um hjúkrun heilablóðfallssjúklinga í endurhæfingu.pdf1.45 MBOpenHeildartextiPDFView/Open