is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9897

Titill: 
 • Fyrirmyndarstarfsmaður í gestamóttöku er „sálfræðingurinn á vaktinni“
 • Titill er á ensku The Exemplary Front Line Employee is the "Psychologist on the Shift"
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangurinn með verkefninu er að skoða hvað skiptir mestu máli í fari starfsmanna í gestamóttöku á hóteli. Leitast var við að komast að því hvað hótelstjórar telja mikilvægast í fari starfsmanna þegar þeir ráða nýtt fólk til starfa. Hafa útlit og framkoma og persónueiginleikar eins og samviskusemi, viðkunnanleiki, jafnlyndi, fágun, sveigjanleiki og aðlögunarhæfni áhrif á hvaða fólk er ráðið í gestamóttöku á hóteli? Eigindleg aðferðafræði var notuð og viðtöl tekin við tíu hótelstjóra sem allir starfa á Reykjavíkursvæðinu fyrir utan einn sem rekur hótel á Suðurlandi.
  Fræðileg umfjöllun byggist einkum á erlendum heimildum og rannsóknum þar sem ekki er um auðugan garð að gresja á þessu fræðasviði hérlendis.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að persónueiginleikar eins og samviskusemi, viðkunnanleiki, jafnlyndi, fágun, sveigjanleiki og aðlögunarhæfni skipta máli í fari starfsmanna sem vinna í gestamóttöku. Hvað útlit og framkomu starfsmanna áhrærir er mikilvægt að vera snyrtilegur, vel máli farinn og bera sig vel. Stjórnendur telja að líkamlegt útlit eða fegurð skipti ekki höfuðmáli – það geri innri fegurð hins vegar og hún skín í gegn.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this research is to examine which personality traits are desirable in relation to frontline employees in hotels. The research aims at finding out what hotel managers take to be the most important characteristics of such employees when they hire new people. Do features like appearance, conscientiousness, agreeableness, calmness, cultivation, flexibility and adaptability dictate who should be hired for such a position? This is a research based project that makes use of a qualitative method. Ten hotel managers were interviewed. They are all working in Reykjavik except for one who is running a hotel in the Southern part of the country.
  The theoretical part of the project mainly draws on books and research from abroad because very little research has been done in this field in Iceland.
  The main conclusion of the research is that personality traits like conscientiousness, agreeableness, calmness, cultivation, flexibility and adaptability – perhaps not surprisingly – do matter concerning employees who are working as front liners. Their appearance and conduct are important in the sense that it matters to be neat, well-spoken and well-mannered. Managers do not think it is of any significance to be handsome or beautiful; they take inner beauty to be more important and it shines through.

Samþykkt: 
 • 30.8.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9897


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð mannauðsstjórnun.pdf620.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna