en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9899

Title: 
 • Title is in Icelandic Fréttabréf ADHD samtakanna: Efnisskrá 1988-2010
Submitted: 
 • August 2011
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Verkefni þetta er lokaverkefni til B.A. prófs í bókasafns- og upplýsingafræði. Verkefnið inniheldur lyklaðar bókfræðifærslur úr fréttabréfi ADHD samtakanna. Árgangar frá árinu 1988 til ársins 2010 voru teknir fyrir og efnisgreindir. Tilgangurinn með skránni er að gera upplýsingar í blaðinu aðgengilegri. Með því að gera aðgengi að efni blaðsins skipulagðara er hægt að tryggja betri upplýsingaheimtur. Allar greinar í árgöngunum voru bókfræðilega skráðar og lyklaðar.
  Í inngangi er farið yfir uppbyggingu verkefnisins og er greint frá tilgangi og markmiði verkefnisins. Útskýrt er hvað ADHD er. Fjallað er um sögu ADHD samtakanna og fréttabréf þess. Lyklun er útskýrð, hvað lyklun er og hvað felst í lyklun.
  Í uppbyggingu og gerð skrárinnar er henni gerð ítarleg skil. Þar er að finna leiðbeiningar um notkun hennar og dæmi eru tekin til útskýringar. Í heimildaskránni er að finna allt efni og hjálpargögn sem notuð voru við gerð verkefnisins.
  Skrárnar eru fjórar og skiptast í: aðalskrá, efnisorðaskrá, titlaskrá og höfundaskrá. Í aðalskránni er að finna 288 bókfræðilegar færslur. Þar kemur fram nafn höfundar, titill greinar, undirtitill (ef við á), nafn fréttabréfs, ártal, tölublað og blaðsíðutal, myndgreining, auk efnisorða sem lýsa innihaldi greinar. Færslum er raðað í stafrófsröð og hverri færslu gefið færslunúmer frá 1 til 288. Færslunúmerin auðvelda aðgengi frá efnisorða-, titla- og höfundaskrá.
  Efnisorðaskrá inniheldur efnisorð sem voru gefin. Titlaskrá inniheldur titla greina og höfundaskrá inniheldur nöfn ábyrgðaraðila. Hver skrá er útskýrð með dæmum.

Accepted: 
 • Aug 31, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9899


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA_erna_2011.pdf404.08 kBOpenHeildartextiPDFView/Open