is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9900

Titill: 
 • Áhrif cystatín C mýlildis og T-ChOS á THP-1 frumur
 • Titill er á ensku The effect of cystatin C amyloid and T-ChOS on THP-1 cells
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Studying the effects of potentially bioactive compounds under well defined conditions is of importance. Whether pro or anti stimulatory, the effects can be studied on the cells of the immune system. In this study, two distinct bioactive compounds were analyzed, cystatin C amyloid and T-ChOS, a chitooligosaccharide. Endothelial cells isolated from umbilical cord were also used. The effects of these two substances on the THP-1 cell line were studied, e.g. monocyte differentiation and the expression of genes coding for inflammation and adhesion proteins.
  Cystatin C amyloid is known to be cytotoxic but the same has not been reported for T-ChOS. The amyloid can be isolated from brains, post mortem of patients that have died of Hereditary Cerebral Hemorrhage with Amyloidosis, Icelandic type (HCHWA-I), a disease which causes premature death. Chitooligosaccharides (ChOS) are derivatives of chitosan, both regarded as being bioactive physiologically.
  Cystatin C amyloid induced the differentiation of monocytes to macrophages. It was degraded by the THP-1 monocytes, as well as the macrophages. THP-1 cells adhered to, and likely phagocytosed cystatin C amyloid on cover slips and the disappearance of cystatin C amyloid from cell culture was confirmed. The effects of the cystatin C amyloid are similar to other amyloids, indicating that treatments beneficial in other amyloid vascular diseases could be beneficial to HCHWA-I patients. Of great interest was the large response in the pro-inflammatory gene TNF-α indicating that some of the disease pathology can be explained due to inflammation in the vascular system. The potentially damaging inflammation might be inhibited leading to increased prognosis.
  T-ChOS showed no effect on the differentiation of THP-1 cells. It showed variable effect on the gene expression of the chitinase CHIT-1, and the chitinase-like protein (CLP) YKL-40, in macrophages.
  Both T-ChOS and cystatin C amyloid had an effect on adhesion proteins in HUVEC cells and THP-1 cells, respectively, indicating that the substances might be able to induce cell contact between these two cell types, but the adherence of monocytes to endothelium is one of the first steps in the inflammatory process.

 • Það er mikilvægt að rannsaka áhrif mögulega lífvirkra efna við vel skilgreindar aðstæður. Ein leið til þessa er að rannsaka áhrif á frumur ónæmiskerfisins hvort sem um jákvæð eða neikvæð áhrif er að ræða á t.d. ónæmissvörun. Í þessari rannsókn voru áhrif tveggja ólíkra lífvirkra efna skoðuð á THP-1 mónócýta frumulínuna; cystatín C mýlildi annars vegar og T-ChOS kítófáliðan, hins vegar. Einnig var notast við æðaþelsfrumur einangraðar úr naflastreng. Áhrif beggja þessara efna á THP-1 frumulínuna voru rannsökuð, svo sem á frumusérhæfingu, tjáningu mikilvægra gena í ónæmissvörun og gena viðloðunarpróteina.
  Vitað var að cystatín C mýlildi hefur eitrandi áhrif á frumur en ekki er vitað um nein eitrandi áhrif T-ChOS á frumur. Cystatín C mýlildið er einangrað úr heilum sjúklinga sem látist hafa úr arfgengri heilablæðingu af íslensku gerðinni, sjúkdómi sem veldur ótímabærum dauða. Kítófáliður eru leiddar af fjölsykrunni kítíni sem talið er að séu lífvirkar í m.a. mannslíkamanum.
  Cystatín C mýlildi olli því að mónócýtarnir sérhæfðust yfir í makrófaga. THP-1 mónócýtar og makrófagar brutu niður cystatín C mýlildi. THP-1 frumur loðuðu við, og átu líklega upp cystatín C mýlildi á þekjuglerjum og staðfest var að uppleyst cystatín C mýlildi hvarf úr frumurækt. Áhrif cystatin C mýlildisins eru svipuð og annars mýlildis, sem bendir til þess að meðferðir sem nýtast í öðrum mýlildisjúkdómum sem hafa áhrif á æðakerfið, gætu nýst sjúklingum. Aukin tjáning gensins TNF-α, sem er mikilvægt í bólgusvörun, er sérlega áhugaverð, en hún bendir til þess að hluta af meinafræði sjúkdómsins mætti útskýra með bólgusvörun í æðakerfinu, en þá svörun mætti mögulega hindra og þannig auka batahorfur sjúklinga.
  T-ChOS hafði, á hinn bóginn, engin áhrif á sérhæfingu í THP-1 frumum en breytileg áhrif á genatjáningu kítínasans CHIT-1 og kítínasa-líka próteinsins YKL-40 í makrófögum.
  T-ChOS hafði jákvæð áhrif á gen viðloðunarpróteina í æðaþelsfrumum og cystatín C mýlildi hafði einnig áhrif á gen viðloðunarpróteina í THP-1 frumum. Þetta bendir til þess að bæði efnin geti aukið viðloðun milli fruma, en viðloðun mónócýta við æðaþelsfrumur er eitt af fyrstu skrefunum í ónæmissvari líkamans.

Styrktaraðili: 
 • Tækniþróunarsjóður Rannís
Samþykkt: 
 • 31.8.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9900


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2011ThesisGuðrúnJónsdóttir.pdf1.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna