en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9901

Title: 
 • Title is in Icelandic Markaðssetning til barna
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari ritgerð er fjallað um markaðssetningu til barna. Hluti hennar er unninn í samráði við fyrirtækið SagaMedia sem ráðgerir að gefa út fræðslutölvuleiki fyrir börn á leikskólaaldri á næstu misserum.
  Ritgerðin skiptist í tvo hluta. Fyrri hluti hennar er fræðilegur og fjallar um markaðssetningu til barna og helstu leiðir sem fyrirtæki fara við þessa markaðssetningu. Einnig verður fjallað um notkun fyrirtækja á auglýsingum og internetinu við markaðssetningu. Að lokum verður stutt umfjöllun um SagaMedia og starfsemi fyrirtækisins. Fjallað verður um leikföng og áhrif þeirra á börn og verður hugtakið skemmtimennt kynnt þar sem tölvuleikir SagaMedia byggja á þeirri hugmyndafræði. Í seinni hluta ritgerðarinnar er greint frá niðurstöðum rannsóknar og tölfræðiprófana. Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar tengdar þessu viðfangsefni og eru þær eftirfarandi:
  Hvert er viðhorf almennings til markaðssetningar á vörum til barna?
  Eru markaðsforsendur fyrir fræðslutölvuleiki fyrir leikskólabörn á Íslandi?
  Með hliðsjón af þessum rannsóknarspurningum og viðfangsefni ritgerðarinnar var útbúinn spurningalisti og var hann lagður á samskiptavefinn Facebook.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að viðhorf til markaðssetningar á vörum til barna er almennt slæmt og voru foreldrar neikvæðari gagnvart þesskonar markaðssetningu en barnlausir einstaklingar. Hluti spurningalistans var hannaður út frá áherslum SagaMedia með fræðslutölvuleikina í huga. Niðurstöður þessa hluta rannsóknarinnar sýndu að þátttakendur voru almennt jákvæðir í garð þesskonar tölvuleikja og því er hægt að segja að markaðs-forsendur séu fyrir leikina á Íslandi.

Accepted: 
 • Aug 31, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9901


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BSC-JohannaYrEliasdottir&MargretPalaValdimarsdottir.pdf1.3 MBOpenComplete TextPDFView/Open