is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Med/MPM/MSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9903

Titill: 
  • Titill er á ensku Durability of Non Air Entrained Concrete
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Frost-þíðu skemmdir í steinsteypu eru að öllum líkindum sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif á endingu bygginga á Íslandi. Utanhússteypa á Íslandi þarf að standast kröfur um að flögnun sé ekki meiri en 1 kg/m2 samkvæmt stöðluðu sænsku frostþols prófi, SS 137244. Til að uppfylla þessar kröfur er loft-blendi bætt út í steypublönduna, en gallinn er sá að við það minnkar þrýstiþolið töluvert, eða 5 prósent fyrir hvert prósent lofts í steypunni. Tilgangur þessa verkefnis er að hanna endingagóða steypu án loft-blendis, þ.e.a.s. endingargóða með tillit til frostþols og klórleiðni.
    Íslensk fylliefni voru notuð í þessu verkefni. Steypu blöndurnar voru að mestu hannaðar sem venjulegar titraðar steypur (CVC) þó með undantekningu í einni sýnaröð sem var hönnuð sem sjálfútleggjandi steypa (SCC). Blöndurnar höfðu mismunandi vatns/sements hlutfall, í nokkrum þrepum frá 0,42 niður í 0,26. Magn kísilryks var einnig breytilegt, 0% (án kísilryks), 6% og 12% kísilryk (af sementsmagni) þar sem sementsmagnið var minnkað í sama hlutfalli. Þau endingarpróf sem notast var við voru frost/þíðu próf samkvæmt CEN/TR 15177 staðli, klórleiðni próf samkvæmt Nordtest prófi NT BUILD 492, og staðlað þrýstiþols próf. ConTec seigjumælir og Rheometer-4SCC voru notaðir ásamt sigmáli og sigmálsflæði-mælingu til þess að mæla flotfræði-eiginleika steypanna. Niðurstöðurnar sýndu að hægt er að hanna endingagóða steypu án loft-blendis, en vatns/bindiefnis hlutfallið til þess að tryggja endingu er misjafnt eftir fylliefnum og hlutfalli kísilryks af bindiefnum.

Samþykkt: 
  • 1.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9903


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Durability of Non Air Entrained Concrete.pdf10.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna