Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/991
Í rannsóknarritgerð þessari er kynjamunur í ritun grunnskólanemenda á Norðurlöndum meginviðfangsefnið. Ýmislegt er talið geta haft áhrif á mun kynjanna og ekki eru allir sammála um hvaða þættir hafa þar mest áhrif en allgóð samstaða er þó um að kynjamunur sé til staðar. Hvort það eru erfðir eða þættir úr umhverfinu sem þar ráða mestu má hins vegar lengi deila um.
Efniviðurinn í ritgerðina er fenginn úr samnorrænu verkefni sem nefnist TALE og er styrkt af Nordplus. Verkefni þetta, sem ætlað er til þjálfunar norrænna nemenda í ritun á ensku, gerði höfundum kleift að nálgast texta ritaða af nemendum frá öllum aðildarlöndum verkefnisins og þótti tilvalið að skoða hvort einhver sjáanlegur kynjamunur væri á textaritun nemendanna. Bornir voru saman alls 332 textar, 160 þeirra voru skrifaðir af stúlkum og 172 voru skrifaðir af drengjum. Textarnir voru fengnir á Veraldarvefnum inni á sérstöku heimasvæði TALE verkefnisins sem nefnist Blackboard.
Bornir voru saman nokkrir þættir með áðurnefndan kynjamun í huga. Skoðað var hvort textarnir innihéldu ofbeldi eða ekki, hvort þeir væru tilfinningalegir eða ekki, hvort nemendur skrifuðu um nátengda atburði eða ekki og einnig var efnislegt innihald skoðað. Lýsingarorð voru talin sérstaklega og notkun nokkurra þeirra skoðuð betur og þau borin saman á milli kynja.
Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að ekki er mikill kynjamunur í textaritun grunnskólanemenda á Norðurlöndum, í það minnsta ekki þegar þeir skrifa ensku. Vissulega er sjáanlegur munur til staðar líkt og sjá má í kafla 4 en sá munur er ekki tilfinnanlegur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
cool.pdf | 718 kB | Opinn | Cool strákar og cute stelpur? - heild | Skoða/Opna |