is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9915

Titill: 
  • Vinnum saman : tengsl leikskóla og grunnskóla
  • Vinnum saman : tengsl leikskóla og grunnskóla : handbók fyrir leik- og grunnskólakennara
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta er tvíþætt, annars vegar greinargerð og hins vegar handbók. Í greinargerðinni munum við sýna fram á mikilvægi þess að vinna að tengslum skólastiganna leik- og grunnskóla til þess að skapa samfellu í námi barna. Handbókin er hins vegar hugsuð sem hugmyndabanki fyrir leik- og grunnskólakennara um hvernig vinna megi að þessum tengslum.
    Í fræðilega hluta greinargerðarinnar munum við fjalla um sögulega þróun leik- og grunnskóla og bera lauslega saman sögu skólanna gegnum árin. Eins fjöllum við um þær breytingar sem verða hjá börnum við flutninginn úr leikskóla yfir í grunnskóla og hvað sé mikilvægt að hafa í huga við þann flutning. Þá munum við fjalla um foreldrasamvinnu og mikilvægi þess að stuðla að tengslum skólastiganna, auk þess munum við greina frá því hvaða aðferðir eru mögulegar og hafa gefist vel með tilvísun í rannsóknir. Einnig fjöllum við um þær hindranir sem hafa verið í vegi fyrir samstarfi leikskóla og grunnskóla. Kenningar Bronfenbrenners um þróun einstaklingsins út frá heildrænu samhengi og kenningar Deweys um tengsl náms, reynslu og samfellu í námi barna eru jafnframt skoðaðar. Eins segjum við frá þeirri stefnu sem stjórnvöld hafa sett fram með lögum og útgáfu aðalnámskrár fyrir bæði skólastigin. Loks munum við fjalla stuttlega um kjarasamninga leik- og grunnskólakennara hvað varðar vinnuskyldu og undirbúning.

Athugasemdir: 
  • Greinargerð og handbók um hvernig vinna megi að tengslum skólastiganna.
Samþykkt: 
  • 2.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9915


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð.pdf372.81 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Handbók.pdf863.58 kBOpinnHandbókPDFSkoða/Opna