en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9918

Title: 
 • is Klínískar hjúkrunarleiðbeiningar um greiningu og meðferð svefntruflana hjá einstaklingum með Parkinsonsjúkdóm: Kerfisbundið fræðilegt yfirlit
Submitted: 
 • September 2011
Abstract: 
 • is

  Bakgrunnur: Parkinsonsjúkdómur (PS) er ólæknandi langvinnur taugasjúkdómur. Algengi sjúkdómsins eykst með hækkandi aldri. Á Íslandi er áætlað að um 600 manns hafi sjúkdóminn. Þrátt fyrir að aðaleinkennin séu hreyfitruflanir, þá hefur það komið fram á síðustu árum að önnur einkenni, eins og svefntruflanir, eru algeng. Talið er að allt að 98% einstaklinga með PS finni fyrir ófullnægjandi nætursvefni og um helmingur þeirra óhóflegri dagsyfju. Þrátt fyrir þessa vitneskju eru svefnvandamál vangreind í meira en 40% tilvika. Svefntruflanirnar hafa alvarlegar neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklingana og maka þeirra, m.a. á heilsutengd lífsgæði. Þrátt fyrir það greina hjúkrunarfræðingar hvorki né meðhöndla svefntruflanir á kerfisbundinn hátt.
  Tilgangur: Að greina einkenni, áhrifaþætti og íhlutanir sem lýst er í fræðilegu efni og setja fram gagnreyndar klínískar leiðbeiningar sem hjúkrunarfræðingar geta notað til þess að draga úr svefntruflunum hjá einstaklingum með Parkinsonsjúkdóm.
  Aðferð/Rannsóknarsnið: Kerfisbundið fræðilegt yfirlit. Leitað var rannsókna um svefntruflanir í Parkinsonsjúkdómi í gagnabönkunum Pubmed/medline, CINAHL, Psychinfo og Cochrane Library of Systematic Reviews sem birst höfðu á tímabilinu janúar 2004 til apríl 2011.
  Niðurstöður: Leitin skilaði 711 rannsóknargreinum. Voru 43 þeirra valdar í yfirlitið. Á grundvelli fræðilegs yfirlits voru 33 ráðleggingar settar fram um hjúkrunarmeðferð. Mörg einkenni höfðu áhrif á svefn, en versnandi sjúkdómur og þunglyndi höfðu mesta forspárgildið fyrir svefntruflanir. Fræðsla um takmarkanir áreita og heilsusamlegar svefnvenjur getur mögulega komið að gagni við að meðhöndla svefntruflanir.
  Ályktun: Hjúkrunarmeðferð einstaklinga með Parkinsonsjúkdóm felur í sér eftirlit og fræðslu til sjúklings og fjölskyldu hans um svefn/svefntruflanir vegna áhrifa á líkamlega og andlega líðan þeirra. Þannig má bæta heilsutengd lífsgæði sjúklinga með Parkinsonsjúkdóm.

Accepted: 
 • Sep 5, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9918


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Jonina_Holmfridur-med fylgiskjolum.pdf796.41 kBOpenHeildartextiPDFView/Open