is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9921

Titill: 
  • Áhrif táknbundinnar styrkingar á vinnusemi og truflandi hegðun drengs með AMO og ODD
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fylgst var með hegðun 10 ára drengs í skóla á höfuðborgarsvæðinu með beinu áhorfi. Drengurinn hafði nýlega verið greindur með athyglisbrest og ofvirkni (AMO) og mótþróaþrjóskuröskun (ODD). Einnig sýndi greindarpróf mikinn misstyrk og mat á aðlögunarfærni leiddi í ljós vandkvæði í boðskiptum og félagslegri aðlögun. Drengurinn hafði verið í lyfjameðferð, tekið inn örvandi lyf sem heitir Concerta, en þeirri meðferð var hætt áður en mælingar hófust. Markmið rannsóknarinnar var að auka vinnusemi og minnka tíðni truflandi hegðunar í kennslustundum en rannsóknin fór bæði fram í almennri kennslu og sérkennslu.
    Notast var við marghliða grunnlínusnið yfir aðstæður og byrjaði inngripið í almennri kennslu og þar eftir í sérkennslu. Til að breyta hegðun drengsins voru notaðar fyrirbyggjandi aðgerðir, hegðunarsamningar, sjálfsmat og táknbundið styrkingarkerfi (token economy). Styrkingarkerfið fólst í því að drengurinn fékk stig fyrir hverja kennslustund og ef þau náðu ákveðnum fjölda í lok skóladags fékk hann íshokkíleikmann í verðlaun. Fengi hann leikmann gat hann valið sér verðlaun þegar hann kom heim úr skólanum af lista sem hafði verið útbúinn út frá viðtölum við drenginn og foreldra hans. Drengurinn gat einnig fengið helgarverðlaun en til þess þurfti hann að ná ákveðnum fjölda leikmanna yfir kennsluvikuna. Til að koma í veg fyrir að drengurinn gæti hagað sér illa eftir að hafa náð þeim stigafjölda sem hann þurfti til að standast kröfur dagsins gat hann fengið auka íshokkíleikmann í lok hverrar kennsluviku. Stæðist hann kröfurnar tvær vikur í röð fékk hann bónusverðlaun helgina eftir að seinni kennsluvikan var liðin. Kennarar voru beðnir um að hrósa og veita athygli fyrir viðeigandi hegðun en hunsa óviðeigandi hegðun og drengnum voru kenndar viðeigandi leiðir til að ná athygli jafnaldra og kennara.
    Frumbreytur rannsóknarinnar voru fyrirbyggjandi aðgerðir, viðeigandi leiðir til ná athygli, hegðunarsamningar, sjálfsmat nemandans, táknbundið styrkingarkerfi og viðbrögð kennara og samnemanda/enda við viðeigandi og óviðeigandi hegðun drengsins. Fylgibreyturnar voru tíðni truflandi hegðunar og hlutfall þess tíma sem var varið í vinnusemi á áhorfstíma. Vinnusemi jókst í almennri kennslu úr 48,52% í 79,82% en í sérkennslu úr 65,50% í 91,67%. Tíðni truflandi hegðunar minnkaði úr um 14,44 í 2,68 í almennri kennslu en úr 10 í 1,17 í sérkennslu.

Samþykkt: 
  • 6.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9921


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA lokaverkefni_IW.pdf1.1 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Forsíða.pdf6.83 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Viðauki A-I.pdf327.67 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf9.52 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna