is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9923

Titill: 
  • Réttarstaða gerðarþola við nauðungarsölu fasteigna. Með áherslu á íbúðarhúsnæði til eigin nota
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um réttarstöðu gerðarþola við nauðungarsölu fasteigna. Framsetning efnisins er með þeim hætti að fjallað er um þau efnisatriði laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu sem varða hagsmuni gerðarþola. Þá er megináherslan lögð á þau tilvik þegar fasteign er ætluð sem íbúðarhúsnæði til eigin nota fyrir gerðarþola. Fjallað er um alla dóma Hæstaréttar um nauðungarsölu á íbúðarhúsnæði sem gengið hafa frá gildistöku nsl. og snúa að þeim efnisatriðum sem umfjöllunin einskorðast við hverju sinni. Jafnframt er vikið að öðrum dómum Hæstaréttar um nauðungarsölu á fasteignum til frekari fyllingar. Til samanburðar er svo fjallað um framkvæmd nauðungarsölu í dönskum og norskum rétti eftir því sem við á.
    Kaflaskipting ritgerðarinnar er með þeim hætti að umfjöllunin miðast við það hvenær reynir að jafnaði á þær reglur nsl. sem hér eru til skoðunar við framkvæmd nauðungarsölu fasteigna. Í 2. kafla ritgerðarinnar er fjallað um almennar og sameigninlegar reglur sem gilda um ýmis afbrigði nauðungarsölu. Í 3. kafla er gerð grein fyrir sögulegri þróun nauðungarsölu. Í 4. kafla er fjallað um það hver telst til gerðarþola við nauðungarsölu. Vikið er að reglum eldri réttar ásamt því sem gerð er grein fyrir ákvæði 2. gr. nsl. sem fjallar um aðila að nauðungarsölu. Í 5. kafla er svo lagður grunnur að meginviðfangsefni ritgerðarinnar, þ.e. nauðungarsölu á fasteignum. Þar er jafnframt rýnt í tölfræðilegar upplýsingar frá sýslumannsembættunum á höfuðborgarsvæðinu. Viðfangsefni 6. kafla, sem er þungamiðja ritgerðarinnar, er nauðungarsala á uppboði. Gerð er grein fyrir reglum um fyrstu fyrirtöku við nauðungarsölu og megináhersla lögð á 22. gr. nsl. Jafnframt er fjallað um undirbúning og frestun uppboða og vikið að þeim tilvikum sem leitt geta til þess að byrjun uppboðs verði frestað. Fjallað er um þær reglur sem gilda um byrjun uppboðs og sjónum beint að því hver staða gerðarþola er á þessu stigi nauðungarsölu. Ennfremur er vikið að reglum um framhald uppboðs. Í 7. kafla er fjallað um nauðungarsölu fasteigna á almennum markaði. Í 8. kafla er fjallað um rétt gerðarþola til að búa áfram í íbúðarhúsnæði til eigin nota eftir nauðungarsölu. Í 9. kafla er fjallað um þær reglur sem gilda um samþykkisfrest og hvaða þýðingu þær reglur hafa fyrir gerðarþola. Jafnframt er vikið að heimild sýslumanns til þess að víkja frá almennum uppboðsskilmálum, m.a. til að veita gerðarþola lengri samþykkisfrest. Í 10. kafla er fjallað um úrlausn um gildi nauðungarsölu samkvæmt XIV. kafla nsl. Gerð er grein fyrir því hverjir geta borið gildi nauðungarsölu undir dóm ásamt þeirri málsmeðferð sem ákvæði XIV. kafla nsl. mæla fyrir um. Fjallað er um samspil nsl. og laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og þeir dómar Hæstaréttar sem fallið hafa um gildi nauðungarsölu á íbúðarhúsnæði gerðir að sérstöku umfjöllunarefni. Í 11. kafla er síðan fjallað stuttlega um möguleika gerðarþola til þess að fá skaðabætur vegna nauðungarsölu. Í 12. kafla er ákvæði 57. gr. nsl. gert að umfjöllunarefni en það hefur að geyma reglur um niðurfellingu krafna. Fjallað er um ákvæði 57. gr. nsl. fyrir þá breytingu sem gerð var með lögum nr. 60/2010 um réttarstöðu skuldara Einnig er sú breyting á ákvæði 57. gr. nsl. sem átti sér stað með framangreindum lögum skoðuð sérstaklega og hvaða áhrif hún hefur í för með sér fyrir gerðarþola.

Samþykkt: 
  • 6.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9923


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
réttarstaða gerðarþola.pdf830.11 kBLokaðurHeildartextiPDF