is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9924

Titill: 
 • Greiðsluaðlögun einstaklinga samkvæmt lögum nr. 101/2010
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er lög nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga. Leitast verður við að veita heildstætt yfirlit yfir þær reglur ásamt því að kanna hvernig þær birtast í framkvæmd. Í lögunum er kveðið á um úrræði, sem einstaklingum í verulegum greiðsluerfiðleikum stendur til boða, að uppfylltum nánari skilyrðum laganna. Markmið laganna er að veita úrræði til að endurskipuleggja fjármál skuldara og koma á jafnvægi milli skulda hans og greiðslugetu þannig að raunhæft sé að skuldari geti staðið við fjárskuldbindingar sínar um fyrirsjáanlega framtíð, sbr. 1. mgr. 1. gr. laganna.
  Samhliða setningu lge. voru jafnframt lögfest lög nr. 100/2010 um umboðsmann skuldara. Hlutverk umboðsmanns er að gæta hagsmuna skuldara í greiðsluvanda. Embætti umboðsmanns skuldara tekur ákvarðanir um hvort einstaklingar uppfylli skilyrði laganna um heimild til að leita greiðsluaðlögunar. Þá er heimilt að skjóta til kærunefndar greiðsluaðlögunarmála ákvörðunum samkvæmt lögunum, sbr, 1. mgr. 32. gr. laga nr. 101/2010. Úrskurðir kærunefndarinnar eru endanlegir á stjórnsýslustigi, sbr. 3. mgr. 32. gr. laganna.
  Ennfremur verða skilyrði laganna um greiðsluaðlögun einstaklinga könnuð sérstaklega og reynt verður að varpa ljósi á túlkun þeirra með tilliti til dómaframkvæmdar og úrskurða kærunefndar greiðsluaðlögunarmála.
  Til samanburðar verður fjallað um skilyrði fyrir veitingu heimildar til greiðsluaðlögunar í Danmörku, Íslandi og Noregi. Einnig verður fjallað um sjónarmið um gagnkvæma viðurkenningu greiðsluaðlögunarsamnings milli Norðurlandanna.
  Þá verður fjallað um greiðsluaðlögunarumleitanaferlið og þær reglur og skyldur sem í því felast. Einnig verða gerð skil á þeim sjónarmiðum sem gilda um sölu eigna skuldara ásamt niðurfellingu greiðsluaðlögunarumleitana. Að því búnu taka við reglur er varða greiðsluaðlögunarsamninginn sjálfan, til að mynda frumvarp að slíkum samningi, samþykki hans og lengd samnings. Samningur um greiðsluaðlögun kveður á um greiðslu til lánardrottna með mismunandi hætti í hverju tilviki fyrir sig. Hins vegar eru lögfestar reglur varðandi skiptingu greiðslna milli lánardrottna, sem verða kannaðar nánar. Ennfremur geta forsendur breyst á greiðsluaðlögunartímabilinu, sem geta leitt til breytinga, riftunar eða ógildingar samnings um greiðsluaðlögun.

Samþykkt: 
 • 6.9.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9924


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rannveig.pdf725.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna