en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/9927

Title: 
  • Title is in Icelandic Hvar eru töfrarnir? Staða fantasíubókmennta á Íslandi
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Fantasíubókmenntir hafa ekki náð að hasla sér völl á Íslandi þrátt fyrir mikla velgengni erlendis og vinsældir afþreyingar sem byggja á greininni. Lítið hefur verið þýtt af undirstöðuverkum innan geirans, og íslenskir rithöfundar sem reynt hafa að skrifa og gefa út fantasíubækur hafa fengið dræmar undirtektir hjá útgefendum. Í þessari rannsókn var gerð úttekt á stöðu fantasíubókmennta hér á landi og samanburður við stöðu hennar erlendis. Tekið var saman stutt ágrip af sögu fantasíunnar sem bókmenntagreinar, farið yfir helstu undirgreinar og höfunda, og tengsl hennar við aðra miðla og dægurmenningu. Þegar þessi grunnur hafði verið lagður voru tekin viðtöl við rithöfunda, gagnrýnanda og annað fólk tengt bókmenntageiranum og upplýsingum safnað um útgáfu á Íslandi og erlendis. Helstu þættir sem standa í vegi fyrir útgáfu fantasíubókmennta hérlendis eru neikvætt viðhorf gagnvart fantasíum innan forlaganna (hugsanlega vegna kynslóðabils og vanþekkingar á fantasíum) sem skilar sér sem lítill stuðningur við íslenska fantasíuhöfunda, fordómar í samfélaginu þess efnis að fantasíubókmenntir séu einungis barnabækur, og mikill kostnaður við þýðingar erlendra verka. Margt bendir hinsvegar til þess að staða fantasíunnar hérlendis gæti breyst innan skamms: Rík fantasíuhefð í íslenskum þjóðsögum og fornsögum, grasrótarstarfsemi ungra höfunda, mikil sala á óþýddum fantasíubókum og fordæmi annarra geirabókmennta, einkum glæpasögunnar, og velgengni fantasíuafþreyingar í formi kvikmynda og sjónvarpsþátta hérlendis, svo og aukin umfjöllun um fantasíur í fjölmiðlum. Vísbendingar eru um að ákveðinni mettun hafi verið náð á íslenskum bókamarkaði hvað varðar fagurbókmenntir og glæpasögur, og fantasían gæti hugsanlega verið það sem kemur næst.

Accepted: 
  • Sep 6, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9927


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MAVerklokaloka.pdf763,23 kBOpenHeildartextiPDFView/Open