is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9933

Titill: 
 • Samanburðarannsókn á fjölskylduhjúkrunarmeðferð fyrir foreldra óværra ungbarna og hefðbundinni hjúkrunarmeðferð: Rannsóknaráætlun
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Mikill grátur og pirringur ungbarns reynir mikið á þolrif foreldra, sem stöðugt leita leiða til að hugga ungbarnið. Þegar foreldrum gengur illa að róa ungbarnið geta þeir efast um hæfni sína í foreldrahlutverkinu og við það getur streita þeirra aukist. Mikilvægt er að styðja foreldra til að takast á við þessar aðstæður þar sem afleiðingar óværðar geta verið margvíslegar og mis alvarlegar. Hér á landi eru ekki til nein gögn um árangur þeirrar meðferðar sem heilsugæsluhjúkrunarfræðingar veita óværu ungbarni og foreldrum þess samkvæmt leiðbeiningum á heilsugæslustöðvum.
  Tilgangur verkefnisins er að leggja fram rannsóknaráætlun til að bera saman áhrif fjölskylduhjúkrunarmeðferðar fyrir foreldra óværra ungbarna við hefðbundna meðferð sem lýst er í handbók ung- og smábarnaverndar heilsugæslustöðva. Hugmyndafræðilegur bakgrunnur fjölskyldumeðferðarinnar er Calgary fjölskylduhjúkrunarlíkanið, Barnard’s barnaheilsumatslíkanið, Solihull-nálgun og kenning Bandura um trú á hæfni sína (sjálfsöryggi).
  Fjölskylduhjúkrunarmeðferðin byggir á þremur 40-90 mín. heimavitjunum og tveimur símtölum, auk þess sem foreldrar geta haft samband við hjúkrunarfræðinginn með tölvupósti. Í meðferðinni er lögð áhersla á virka hlustun, hvatningu, eflingu á hæfni í foreldrahlutverki, að draga fram sjónarhorn ungbarnsins (ljá barninu rödd), að veita fræðslu varðandi þroska, grát og tákn ungbarns, að stuðla að vissri reglu í umönnun ungbarns varðandi svefn og næringu og að kenna foreldrum mismunandi huggunaraðferðir.
  Sett er fram sú rannsóknartilgáta að foreldrar sem fá fjölskylduhjúkrunarmeðferð telja sig eftir á minna stressaða, kvíðna og þunglynda en þeir sem fá hefðbundna meðferð samkvæmt handbók ung- og smábarnaverndar heilsugæslustöðva. Mæður hafa meiri trú á hæfni sinni í móðurhlutverkinu en þær sem fá hefðbundnu meðferðina. Auk þess eru ungbörn í meðferðarhóp minna óvær og hafa reglubundnari svefn- og daghrynjanda eftir meðferðina en fyrir.
  Rannsóknarsniðið er aðlagað tilraunasnið fyrir tvo hópa með fyrir og eftir prófanir. Upplýsingum frá foreldrum verður safnað með fjórum spurningarlistum í byrjun, í lok meðferðar og við 10 mánaða aldur ungbarns hjá báðum hópum, auk í tveimur hálfstöðluðum símaviðtölum hjá meðferðarhóp. Spurningalistar sem verða lagðir fyrir báða foreldra eru Edinborgar-þunglyndiskvarðinn (EPDS), Kvíðakvarði Spielbergers (STAI) og Foreldrastreitukvarði/ stutt útgáfa (PSI/SF). Fyrir móður verður að auki lagður kvarði um trú á hæfni í foreldrahlutverkinu (PMP S-E) fyrir og eftir meðferð.
  Úrtakið verður hentugleikaúrtak með 40 pörum foreldra óværs ungbarns á aldrinum 7 daga -12 vikna og verða tuttugu pör valin af handahófi í hvern hóp. Megindleg gögn verða greind með SPSS forritinu og við prófun tilgátna verður miðað við marktektarmörk ≤0,05.
  Með rannsókninni skapast aukin þekking á áhrifum tveggja meðferða sem hjúkrunarfræðingar veita foreldrum óværra ungbarna.
  Lykilorð: Óværð (grátur/pirringur), ungbarn, kvíði, þunglyndi, foreldrastreita, trú á hæfni sína, fjölskylduhjúkrun, meðferð.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  Excessive crying and irritability in infants during the first year has considerable impact on parents. They constantly try to find ways to soothe the infant. When parents fail to calm the infant, they may doubt their competence in the parental role and it may increase their stress. It is important to support parents to deal with this situation as the consequences of irritability can be diverse and serious. In Iceland no evidence exists about the effectiveness of the intervention provided routinely by community nurses for irritable infant s and their parents as described in the handbook for health care centers.
  The purpose of this project is to present a research proposal to compare a family-nursing intervention for parents with an irritable infant with the conventional intervention described in the handbook for health care centres. The theoretical framework for the family-nursing intervention is the Calgary family assessment/intervention model, Barnard´s child health assessment model, the Solihull-approach and Bandura´s theory of self-efficacy.
  The family-nursing intervention entails three 40-90 minutes sessions at the family´s home and two phonecalls, as well as an offer to parents to contact the nurse through e-mail. The following aspects are emphasised: Active listening, encouragement, empowerment in parental role, highlighting the infant´s perspective (to give the infant a voice), educating about child development, crying and infant cues, supporting the establishment of daily routine regarding sleep and nutrition and teaching parents different ways to comfort the infant.
  The research hypothesis is that parents who receive the family-nursing intervention perceive themselves less stressed, anxious and depressed compared to parents who receive the conventional intervention. Mothers report more self-efficacy in motherhood than mothers who receive the conventional intervention. In addition, infants who receive the family-nursing intervention will be less irritable and have more regular sleep- and dayrhythm after intervention.
  The design of the study is quasi experimental with two groups and pre- and post test. Data will be collected by questionnaires at the start and at the end of the intervention and when the infant is 10 months old, for both groups. In addition, by two semi-structured telephone interviews with the intervention group. Self- report questionnaires that will be answered by both parents before and after are as follows: Edinburgh Postpartum Depression Scale (EPDS), the State and Trait Anxiety Inventory (STAI) and the Parenting Stress Index: Short- Form (PSI/SF). Mothers will also answer the Perceived Maternal Parenting Self-Efficacy (PMP S-E) before and after.
  A sample of forty couples with an irritable infant will be recruited conveniently when the infant is aged 7 days to 12 weeks and twenty couples assigned randomly to each group. Quantitative data will be analyzed with SPSS software and for hypothesis testing the significance level will be set at ≤0,05.
  The results of the study are assumed to increase knowledge on the effectiveness of two different interventions provided by nurses to parents with irritable infants.
  Keywords: Irritability (cry/ fuss), infant, anxiety, depression, parenting stress, self-efficacy, family nursing, intervention.

Samþykkt: 
 • 6.9.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9933


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna G Gunnarsdottir_ritgerd.pdf3.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna