Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/9934
Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Í henni er kannað hvort greina megi mun á mati ýmis konar tilbrigða samræmis eftir aldri, kyni, menntun og jafnvel landshlutum. Lítið hefur borið á umræðu beygingarsamræmis og samræmismarka innan skólakerfisins. Málnotendur velta sjálfsagt sjaldnast fyrir sér tölu eða falli orða í daglegu tali heldur ræður máltilfinning hvers og eins för og á það meðal annars við um mismunandi samræmi. Fræðimenn hafa fjallað um efnið, þá helst beygingarsamræmi, og ekki síst í tengslum við umfjallanir um frumlag. Reynt er að varpa ljósi á hvort einhver tilbrigðanna hafi fylgni við aldur, kyn, menntun og búsetu.
Í fyrsta kafla er viðfangsefni könnunarinnar kynnt og lítillega fjallað um málnotkun. Frumlag og mismunandi samræmi eru viðfangsefni annars kafla sem og umfjallanir fræðimanna. Í kafla þrjú er framkvæmdin og rannsóknarefnið kynnt en rannsóknin sjálf er í kafla fjögur. Að lokum er farið nánar í niðurstöður í fimmta kafla.
Niðurstaða könnunarinnar er sú að ekki er skýr lína milli neinna félagsbreytnanna og ákveðinna tilbrigða fyrir utan einn setningahópinn sem hefur fylgni við hækkandi aldur og aukna menntun.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
LOKARITGERD-GER-LOKAUTGAFA.pdf | 827.46 kB | Open | Heildartexti | View/Open |