Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9936
Kapitalísk hugmyndafræði hefur lengi verið höfð að leiðarljósi „alþjóðasamfélagsins“. Framkvæmd þessarar hugmyndafræði er gjörólík grundvallarkenningum fræðimanna. Þrátt fyrir áralanga tilveru ýmissa alþjóðlegra stofnanna sem hafa það megin markmið að bæta lífskilyrði fjölda fólks út um allan heim hefur ekki tekist að leysa fjölmörg efnahagsleg og félagsleg vandamál með afgerandi hætti. Megininntak aðferðafræði þessara stofnanna byggist á kapitalískri hugmyndafræði þar sem litið er á hagvöxt sem hina einu hugsanlegu forsenduna fyrir betri lífsskilyrðum. Ég ætla að sýna fram á að við búum ekki kapitalísku samfélagi hvorki á Íslandi né annarsstaðar í heiminum. Ég mun rökstyðja mál mitt með því að benda á fjölmarga þætti sem gefa til kynna að alvöru kapitalisma sé ekki að finna í núverandi heimskerfi. Margt kemur í veg fyrir að fólk fer eftir boðorðum kapitalisma eins og lög og reglur. Að auki fer fólk einfaldlega ekki eftir ákveðinni hugmyndafræði en það þarf hins vegar að aðlaga sig að kerfi yfirvalda og jafnframt taka á sig skell þegar það hrynur. Það hefur aldrei virkað að láta samfélag fara eftir öfgakenndri hugmyndafræði en afleiðingar þess hafa oft verið hræðilegar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð Mannfræði Sævald Viðarsson.pdf | 524.01 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |