is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9937

Titill: 
  • Stuðningsúrræðið tilsjón í barnaverndarmálum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Áhersla hefur verið lögð á að veita fjölskyldum innan barnaverndar stuðning á heimili. Stuðningsúrræðið tilsjón er eitt af þeim lögbundnu úrræðum, skv. barnaverndarlögum, sem barnaverndarnefndir hafa þar sem markmiðið er að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu á heimilinu. Um er að ræða einstaklingsmiðaða þjónustu út frá þörfum fjölskyldunnar. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi þar sem markmiðið var að skoða hvenær tilsjón er beitt í barnaverndarmálum, hver reynslan var af úrræðinu, vinnuaðferðir félagsráðgjafa við beitingu úrræðisins og þátttöku barna og foreldra. Einnig var markmiðið að skoða uppbyggingu stuðningsúrræðisins tilsjón með það fyrir augun að meta hvort þörf sé á að þróa úrræðið enn betur. Beitt var eigindlegri rannsóknaraðferð og tvær barnaverndarnefndir tóku þátt í rannsókninni. Tekin voru eigindleg viðtöl við fjóra félagsráðgjafa og tvær fjölskyldur, þ.e. mæður og tvö börn. Einnig voru skoðaðir tilsjónarsamningar og umsóknir um tilsjón vegna fjölskyldna sem notuðu tilsjón á árinu 2009. Auk þess svöruðu félagsráðgjafarnir hjá barnaverndarnefndunum spurningalista um hverja fjölskyldu sem notuðu tilsjón á árinu 2009 en um var að ræða 37 fjölskyldur. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að helsta ástæða afskipta barnaverndarnefndar þegar tilsjón var beitt væri vanræksla varðandi umsjón og eftirlit, tilfinningaleg vanræksla og erfiðleikar barns í skóla. Helstu markmið tilsjónar voru að veita uppeldislega ráðgjöf, skipuleggja daglegt líf heimilisins og veita móður persónulegan stuðning. Þátttaka foreldra og barna við gerð markmiða og við mat á árangri tilsjónar var takmarkaður sérstaklega hjá börnunum. Við mat á niðurstöðum bendir ýmislegt til þess að helsti kostur úrræðisins sé sá að þjónustan fór fram á heimili fjölskyldunnar og var einstaklingsmiðuð. Aftur á móti voru helstu ókostir úrræðisins lítil verkstjórn og eftirlit, skortur á skýrum verkferlum, enginn sýnilegur yfirmaður kom að úrræðinu og skipulag skorti. Félagsráðgjafarnir í rannsókninni töldu mikilvægt að auka faglega menntun tilsjónarmanna til að geta betur tekist á við meiri ábyrgð og þann vanda sem fjölskyldurnar glíma við. Auk þess má bæta aðgengi að handleiðslu fyrir starfsmennina. Þrátt fyrir ókosti úrræðisins var margt sem benti til þess að þátttakendurnir í rannsókninni hefðu trú á tilsjón en teldu jafnframt mikilvægt að þróa úrræðið áfram með því að sníða burt vankanta þess og virkja samráð foreldra og barna hvað úrræðið varðar.

  • Útdráttur er á ensku

    The emphasis in child protection work has been to support children and parents in their own homes. One way of doing this according to the Icelandic Child Protection Act is to provide the family with a support person to assist the parents in caring for and raising their children in the home in a way that best meets the needs and interests of the family. This research is the first of its kind in Iceland where the aim was to evaluate the use of a support person in child protection cases to understand the experience of the participants, social work methods in application of the resource and the involvement of children and parents. Furthermore, the goal was to examine the structure of the support person resource in order to evaluate the need to develop it even better. Qualitative research method was applied and two child welfare committees participated in the research. Qualitative interviews were conducted with four social workers and two families i.e. mothers and two children. Contracts made between the child protection services and the supported families and application for the support regarding families who used the resource in 2009 were analyzed. In addition, the social workers filled out a questionnaire about the families who had got support from a support person in 2009, in total 37 families. Results from this research suggest that the main reasons for the intervention of child protection in relation to using support persons, are neglected supervision and care, emotional neglection and difficulties in school. The main objectives in using support persons were to provide pedagogical guidance, to organize daily routines at home and to offer personal support to the mother. Parents‘ and children‘s participation in making goals and evaluating the effectuality of the support person resource was limited especially when it came to the children. In evaluating the results, there is much that indicates that the main advantage of the support person resource was that the service was provided in the family‘s home and was personalized. However the main disadvantages were low supervision, lack of clear procedures, no visible administrator of the resource and lack of structure. The social workers in the research considered it important to enhance the professional education of support persons in order for them to be more capable of handling increased responsibility and the problems the families face. They also found it important to improve access for the support persons to receive guidance. Despite the disadvantages of the resource there was much evidence that participants in the research believed in the resource but at the same time felt it was important to develop it further by improving its shortcomings and to increase the active participation of parents and children.

Samþykkt: 
  • 7.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9937


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð 2011.pdf1.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna