Lokaritgerðir (BA) eru fræðilegar ritgerðir byggðar á heimildargrunni og túlkun nemenda á afmörkuðum viðfangsefnum er varða hönnun eða arkitektúr. Áhersla er lögð á að nemendur séu sjálfstæðir í hugsun, sýni frumvæði og séu gagnrýnir í afstöðu sinni á það viðfangsefni sem þeir hafa valið sér. Ritgerðin þarf að uppfylla fræðilegar kröfur um tilvitnanir, neðanmálsgreinar og heimildaskrá. Ritgerðin er metin til 6 ECTS eininga.