is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30971

Titill: 
  • Útsaumur fyrr og nú
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Útsaumur hefur verið notaður í ýmsan textíl öldum saman. Talið er að frá upphafi Íslandsbyggðar hafi íslenskar konur stundað útsaum bæði í þeim tilgangi að skreyta heimilið en einnig til að einangra og halda hita í torfbæjunum. Það er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að halda í gamlar hefðir og því er vert að komast að því hvort að Íslendingar séu enþá að nota gömlu íslensku saumaaðferðirnar í verkum sínum eða í áhugamálum. Útsaumur getur haft þau áhrif að skapa mikla fjölbreyttni í hönnun og á það til að lífga upp á föt og önnur verk með litum og tækni. Í þessari ritgerð verður fjallað um útsaum á Íslandi. Farið verður yfir einkenni íslenska útsaumsins sem dæmi útsaumsgerðir, efnivið og mynstur. Farið verður yfir hvar fólk sótti sér innblástur og hvort að stéttaskipting skypti máli þegar kom að handverki. Skoðað verður hvaða efni voru notuð við útsaum en einnig gamlar litunaraðferðir en þá aðallega jurtalitun. Rýnt verður í sparíbúning íslenskra kvenna og farið verður yfir tilgang útsaumsins í honum. Skoðaðir verða kennslumöguleikar við gamla Íslenska útsauminn og hvort að gömlu aðferðirnar séu ennþá í kennslu. Að lokum verður farið yfir útsaumsaðferðir í dag og nýja tækni sem auðveldar hönnuðum að nýta sér útsaum í verkum sínum, tekin verða dæmi um íslenskan hönnuð sem nýtir sér slíkar aðferðir og fjallað verður um hvernig útsaumur tengist þeim verkum sem ég er að vinna að. Þannig mun ritgerðin bæði gera grein fyrir sögu íslenska útsaumsins og þróun hans í gegnum tíðina en líka hvaða hlutverki hann gegnir í nútímahönnun og möguleikum þess að nota hann í framtíðarhönnun Íslendinga.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30971


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Útsaumur_Una Guðjónsdóttir.pdf3.45 MBLokaðurHeildartextiPDF