is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39309

Titill: 
  • Samspil hjarðhegðunar og tísku : er tískuvitund unglingsstráka á Íslandi að aukast með samfélagsmiðlum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða samspil hjarðhegðunar og tísku. Fyrst er fræðileg umfjöllun um hjarðhegðun og hvernig maðurinn bregst við ólíkum breytum samfélagsins. Hjarðhegðun hefur víðtæka notkun og getur verið allt frá tísku til ofbeldis. Skilningur hinnar svokölluðu hjarðar verður sífellt meira viðeigandi í okkar samtengda heimi, til dæmis með notkun á samfélagsmiðlum. Samskipti milli einstaklinga geta komið fram með líkamstjáningu eða skriflegu eða töluðu máli. Eftir það kemur umfjöllum um hjarðhegðun út frá líffræðilegu og félagsfræðilegu sjónarmiði. Það er mikilvægt að skoða hjarðhegðun út frá líffræðilegu sjónarmiði vegna þess að þar hefst hún. Í seinasta kaflanum um hjarðhegðun eru tengsl hennar við tísku og tækni skoðuð. Þá helst í sambandi við iðnbyltinguna og tækninýjungar sem fylgdu henni. Með því að bregðast við aðstæðum ertu að búa til breytu sem hefur áhrif á samfélagið. Skilningur á manninum sem meðlimi af hjörð á alltaf meira og meira við eftir því sem heimurinn opnast með tækninýjungum. Næsti kafli er um rannsóknina og er byrjað á rannsóknarlíkani. Í rannsókninni er skoðað hvort að tískuvitund unglingsdrengja á Íslandi sé að aukast með samfélagsmiðlum. Notast var við megindlegar rannsóknir í formi spurningalista og viðmælendur valdir eftir hentileikaúrtaki. Viðmælendur voru íslenskir unglingsdrengir á aldrinum 15-18 ára.

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39309


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
valbjorgruna_ritgerdBA_2020.pdf432.92 kBLokaðurHeildartextiPDF