is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36472

Titill: 
  • „Hin fullkomna kynning á heilagri þrenningu, þrír í þriðja veldi.“ : um talnatáknfræði í Clavier-Übung III
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þriðja bindi Clavier-Übung eftir Johann Sebastian Bach (1685-1750) sem oft er talað um sem þýsku orgelmessuna er umfgangsmesta verk hans fyrir orgel og samanstendur af stórri prelúdíu og fúgu sem ramma inn 21 sálmforleiki og fjóra dúetta. Tilgangur útgáfunnar virðist hafa verið margþættur: hugmyndafræðilegur, litúrgískur, kennslufræðilegur og guðfræðilegur. Tilgangurinn með ritgerðinni er að reyna að afhjúpa merkingarfræði barokkstímans eins og hún birtist í Clavier-Übung III og skoða að hvaða leyti tónlist Bachs byggir á trúarlegu sjálfi hans. Það er gert með því að skoða hvernig hann notar tónlistina til að miðla táknum og hugmyndum. Guðfræðileg meginregla þýska barokksins birtist okkur með táknfræði sem er miðlað með talnaspeki. Talnatáknfræðin byggir á því að tölurnar sem finna má í tónlistinni öðlist merkingu sína með vísun í eitthvað utan tónlistarinnar sjálfrar. Þannig geta tölurnar sem finna má í tónlistinni miðlað táknum sem geta verið af ýmsum toga. Ráða má í tölurnar með talnastafrófi þar sem hver bókstafur á sér samsvarandi tölustaf eða með guðfræðilegri merkingarfræði þar sem hver tala vísar í eitthvað ákveðið í kristinni trú. Allegórísk tákn má einnig finna í tónlistinni og þannig má segja að prelúdían og fúgan séu allegóría fyrir heilaga þrenningu. Grundvallaratriði í talnagreiningu tónlistar er hlutföll og þá sérstaklega gullinsnið (phi) sem er nátengt Fibonacci talnarununni. Gullinsniðshlutföll eru á allri fúgunni og þau vísa okkur jafnframt á hápunkta hennar. Talan þrír er lykiltala verksins, bæði í formuppbyggingu heildarinnar og þegar prelúdían og fúgan eru skoðaðar nánar. Þrír sem táknmynd heilagrar þrenningar eða margfeldi hennar (9, 27) birtast í sífellu, ýmist í hreinni mynd eða sem hlutföll eða þversumma annarra talna.

  • Útdráttur er á ensku

    Clavier-Übung III, also called the German organ mass, is Johann Sebastian Bach‘s (1685-1750) most significant and extensive work for organ. It is a collection of 21 chorale preludes and four duets framed by a large prelude and fugue. The purpose of the publication seems to have been manifold: ideological, liturgical, pedagogical and theological. The purpose of the thesis is to expose the semantics of the baroque era as it appears in Clavier-Übung III and explore how Bach‘s music is based on his religious self. To achieve that purpose, his way of using music to convey symbols and ideas is examined. German baroque era‘s theological principle appears in symbolism, communicated by numerology. Numerical symbolism is based on the idea that the numbers in the music allude to something outside the music and can in that way be symbolic of many different things. The numbers can be cabbalistic, whereas each number is representative of a letter in the alphabet, or they can be semantic, where each number represents a theological phenomenon. They can also be allegorical and the prelude and fugue are an example of an allegory of the Trinity. A fundamental aspect of numerical music analysis is proportions, especially the golden ratio (phi), which is closely tied to the Fibonacci sequence. The whole fugue is in golden proportions and the golden ratio also guides us to it‘s musical highlights. The number three is the key number to Bach‘s work, both in the analysis of its whole structure and in a further analysis of the prelude and fugue. Three, as a symbol of the Trinity, or its multiples (9, 27) is widely found, either as itself or as proportions or digit sum of other numbers found in the music.

Samþykkt: 
  • 23.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36472


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð Erla Rut Káradóttir.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna