is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8480

Titill: 
  • Völuspá í tónmáli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Völuspá er goðakvæði sem telst til eddukvæða. Kvæðið fjallar um sköpun heimsins. Hjá mér kviknaði sú hugmynd að gera tónverkið Völuspá í tónmáli, við texta Völuspár, þegar ég las bókina Völuspá (2005), eftir Þórarinn Eldjárn með myndskreytingum Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur. Þórarinn endurorti Völuspá og færði þar með textann yfir á eðlilegra nútímamál sem gerir textann auðskiljanlegri og þar með aðgengilegri. Völuspá inniheldur margt sem getur vakið hugmyndir að tónsmíð en í kvæðinu koma fyrir litríkar verur á borð við örlaganornir, úlfa, dreka, risavaxinn orm og sjálf goðin sem öll búa yfir sterkum persónueinkennum. Blómlegir tímar í goðheimum víkja fyrir ragnarökum sem enda með því að jörðin sekkur í hafið áður en að hún rís upp úr sæ á ný. Kvæðið inniheldur andstæður á borð við líf og dauða, ást og hatur en þessar andstæður vekja tilfinningar sem spennandi er að fást við að túlka með tónlist. Kvæðið er Íslendingum dýrmætur þjóðararfur og hefur það verið uppspretta tónverks hjá mörgum tónskáldum. Áskell Másson er á meðal þessara tónskálda en hann samdi tónverkið Fjörg, við frumtexta Völuspár. Áhugavert er að bera saman tónsmíðar sem eru innblásnar af sama kvæðinu og kanna það hvort verkin eigi eitthvað fleira sameiginlegt. Í tónsmíðaferlinu var ég ekki með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hljóðfæraskipan eða hvert ég stefndi með verkinu. Kvæðið leiddi mig áfram með allar ákvarðanir og lét ég þannig textann ráða för. Útkoman er tónverk fyrir söngkonu, kór og litla hljómsveit, í þremur köflum. Völuspá í tónmáli er mitt framlag til íslenskrar tungu sem vonandi getur glatt, veitt innblástur og gefið áhuga og innsýn í heim goðafræðinnar.

Samþykkt: 
  • 11.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8480


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf602.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna