is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39207

Titill: 
  • Fjarkennsla í tónlistardeild Listaháskóla Íslands : hvernig fór hún fram, hverjar voru helstu áskoranir og hver eru möguleg tækifæri?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kórónaveirunni þarf vart að lýsa en hún hefur sett svip sinn á líf fólks á árinu 2020. Öll ríki jarðar hafa þurft að mæta afleiðingum veirunnar og reynt að hefta útbreiðslu hennar. Á Íslandi var sett á samkomubann þann 16. mars sem hefur verið í gildi allt árið 2020 með mishörðum takmörkunum. Öllum framhaldsskólum og háskólum var lokað á tímabilinu 16. mars – 4. maí og þurftu skólarnir að kenna í fjarnámi. Augljóst var að um mikla áskorun var að ræða fyrir skólastjórnendur, kennara og nemendur Listaháskólans þar sem skólinn er eini háskóli landsins sem hefur ekki boðið upp á fjarnám áður. Með þessari ritgerð vill höfundur gera úttekt á þessu kennslufyrirkomulagi í tónlistardeild Listaháskólans og vonast sömuleiðis til þess að niðurstöðurnar gætu nýst í framtíðinni. Gert er grein fyrir uppbygginu náms í Listaháskólanum ásamt fræðilegri umfjöllun um fjarnám. Aðferðarfræði ritgerðarinnar er þríþætt. Í fyrsta lagi skrifuðu fimm nemendur í tónlistardeild Listaháskólans dagbækur um þeirra upplifun af einkatímum í fjarkennslu á meðan á henni stóð. Í öðru lagi var gerð könnun meðal nemenda tónlistardeildar sem gefur heildarmynd á hvernig upplifun nemenda var af fjarkennslunni. Í þriðja lagi var gerð könnun meðal kennara sem veitir innsýn í þeirra upplifun og kennsluhætti. Í umræðum er niðurstöðum svarað með fræðilegum rannsóknum til hliðsjónar en niðurstöður leiddu í ljós að fjarkennslan hafi gengið ágætlega. Helstu kostir fjarkennslunnar voru að ekki þurfti að koma sér á milli staða og hægt var að vinna hvar sem er. Helstu vandamál í bóklegum fögum voru tengd kennslufræðilegri nálgun á meðan helstu vandamál einkatíma voru tæknileg.

Samþykkt: 
  • 15.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39207


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjarkennsla í tónlistardeild Listaháskóla Íslands - Lokaritgerð - Jóhanna Elísa Skúladóttir.pdf569.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna