en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/995

Title: 
 • Title is in Icelandic Hvaða áhrif hafa breytingar á húsnæðislánakerfinu árið 2004 á vaxtakjör húsnæðislána?
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Húsbréfalán sem sótt er um hjá Íbúðalánasjóði eru bæði þau algengustu og hagstæðustu lán til íbúðakaupa hér á landi. Húsbréfakerfið er ekki eiginlegt lánakerfi eins og menn þekkja almennt, heldur er það skuldabréfa¬skiptakerfi. Það þýðir að Íbúðalánasjóður kaupir af lántakanda eina tegund skuldabréfa, fasteignaveðbréf, og eru þau greidd með því að afhenda aðra tegund skuldabréfa, húsbréf, sem greiðslu. Lántakandinn hefur síðan getað selt bréfið á markaði, afhent það sem greiðslu eða geymt það. Þetta kerfi er flókið og kostnaðarsamt og hefur ekki verið fullkomin sátt um það enda hefur oftar en ekki þurft að selja húsbréfin með afföllum.
  Á árinu 2004 munu miklar breytingar eiga sér stað á húsnæðis¬lána¬kerfinu. Í meginatriðum er um þrennskonar breytingar að ræða. Þær eru hækkun hámarks¬lána, skráningu skuldabréfanna í alþjóðlegt uppgjörs¬kerfi og breytingu á lána¬fyrirkomulagi. Jafnframt hefur verið samþykkt að hækka hámarks lánshlutfall upp í 90% af markaðsverðmæti fasteignar.
  Markmið breytinganna er að fasteignakaupendur hafi aðgang að láns¬fjármagni á betri kjörum en áður. Breytingunum á lána¬fyrirkomulaginu er ætlað að gera kerfið skilvirkara, ódýrara og einfaldara. Þær munu hafa áhrif á ýmsa aðila, svo sem Íbúðalánasjóð, lán¬takendur, fjármála¬stofnanir og aðra fjárfesta.
  Íbúðalána¬sjóður mun bjóða út Íbúðabréf á almennum markaði í stað hús- og húsnæðisbréfa og fjármagnið sem fæst þaðan verður notað til að veita peningalán til fasteignakaupenda. Líklegt er að vextir húsnæðislána muni með þessum hætti verða lægri en við sambærilegar aðstæður á markaði ef núverandi kerfi er notað. Kostnaður við umsýslu minnkar og áhætta bréfanna verður minni. Ef uppbygging nýja húsnæðis¬lánakerfisins er skoðuð í samhengi við fræðin um verðlagningu og ávöxtunarkröfu skuldabréfa, má ætla að vextir verði nær áhættulausum vöxtum en vextir húsbréfa eru. Breytingarnar á húsnæðislánakerfinu verða því lántakendum til góðs.

Accepted: 
 • Jan 1, 2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/995


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
husnaedislan.pdf647.33 kBOpenHvaða áhrif hafa breytingar á húsnæðislánakerfinu árið 2004 á vaxtakjör húsnæðislána? - heildPDFView/Open