is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9955

Titill: 
  • Upphaf og starfsemi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli 1946-1960
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fyrsti vísir að löggæslu á Íslandi var með vökturunum svokölluðu sem komu til sögunnar eftir að verksmiðjuhús innréttinganna brunnu árið 1767. Þeir gengu um með gaddakylfur og gættu að götum Reykjavíkur. Það var upphafið að þróun löggæslunnar í þá mynd sem við þekkjum í dag. Eftir að breski herinn gekk hér á land árið 1940 stóðu íslenskir lögregluþjónar í fyrsta sinn frammi fyrir því að hafa ekki lögsögu á öllum svæðum Íslands þar sem herinn var með sína eigin löggæslu til þess að hafa hemil á sínum mönnum. Það ástand átti eftir að vara allt til ársins 2006 í einhverri mynd. Eftir gerð Keflavíkursamningsins árið 1946 hélt bandaríski herinn, sem tekið hafði við hervernd landsins á styrjaldarárunum, á brott og skildi flugvöllinn á Miðnesheiði eftir í umsjón bandarískra verktaka. Flugvöllurinn varð áningastaður fyrir flugvélar hersins vegna skuldbindinga Bandaríkjanna í Þýskalandi.
    Í kjölfar þess tók íslensk lögregla til starfa á Keflavíkurflugvelli í því skyni að halda uppi lögum og reglu og koma í veg fyrir að skemmdarverk væru unnin á eignum Bandaríkjastjórnar. Margir voru ósáttir með stöðuna sem komin var upp á Keflavíkurflugvelli. Því var haldið fram að bandaríska verktakafyrirtækið sem vann á Vellinum hefði sína eigin löggæslu sem stæði íslensku lögreglunni jafnfætis í umboði um lögsögu á svæðinu. Eftir að bandaríski herinn snéri aftur á Miðnesheiði eftir undirritun varnarsamningsins árið 1951 fór að fjölga þeim íbúum sem höfðu aðsetur á svæðinu og þar að auki var meiri hluti þeirra þjálfaðir hermenn en ekki aðeins almennir verkamenn. Eftir þriggja ára veru Bandaríkjahers á Íslandi árið 1954 var tekin sú ákvörðun- með bráðabirgðalögum að stofna sérstakt ríkislögregluembætti fyrir Keflavíkurflugvöll. Talið var að lögregluembættið í Hafnafirði gæti ekki staðið undir því að sinna sínu umdæmi þegar varnarsvæðin bættust við. Ekki voru allir sáttir með stofnun nýs embættis og hörð átök urðu á Alþingi um lögmæti og jafnvel skynsemi þess að stofna embættið með þeim hætti sem raun bar vitni. Embættið stóð frammi fyrir málum sem ekki áttu sér hliðstæðu í íslenskri löggæslusögu og urðu starfsmenn hins nýja embættis að móta stefnu í samskiptum við hernaðarlegt stórveldi sem tekið hafði sér bólfestu á Miðnesheiði. Jafnframt verið að mörgu leyti bundin vegna ákvarðana sem bæði Bandaríkjastjórn og ríkisstjórn Íslands þurftu að vera sammála um.

Samþykkt: 
  • 8.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9955


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA2011.pdf792.9 kBLokaðurHeildartextiPDF