is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9956

Titill: 
  • Að fá aðild en mæta útilokun: Útlendingar eru velkomnir en enginn segir komdu og sestu hér
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru niðurstöður mannfræðilegrar rannsóknar á sviði fjölmenningar kynntar þar sem hugtakatvenndinni um aðild og útilokun var beitt við greiningu. Rannsóknin fór að mestu fram á norðanverðum Vestfjörðum með þátttöku Íslendinga og útlendinga sem þar búa. Farið var í þrjár vettvangsferðir á Vestfirðina, á árunum 2007 og 2008, þar sem rætt var við fólk einslega og í rýnihópum. Markmið meistaraverkefnisins var að skoða upplifanir fólks, heimamanna og útlendinga, af fjölmenningarlegu samfélagi og viðhorf þeirra til þess. Sjónum var beint að því hvaða kröfur þessir hópar gerðu um gagnkvæma þátttöku í samfélaginu og hvernig þær væntingar tengdust ferli aðlögunar. Forsendur samþættingar voru kannaðar með því að rýna í þekkt hugtök innan fjölmenningarfræða í tengslum við frásagnir þátttakenda rannsóknarinnar. Til Íslands flutti fólk sem hafði allra síst í hyggju að setjast hér að til frambúðar heldur hugðist einungis starfa í landinu um óákveðinn tíma. Þeir útlendingar sem upphaflega komu hingað í leit að nýjum tækifærum hafa hins vegar margir tekið sér fasta búsetu í landinu og sumir þeirra öðlast íslenskan ríkisborgararétt. Rannsóknin leiddi í ljós að útlendingar áttu að vera sýnilegir í félagslegri þátttöku og taka þátt í félagslífi þorpanna, eins og að mæta á þorrablót. Öðrum sögum fer af félagsstörfum sem útheimta ábyrgð, þar voru útlendingar minna sjáanlegir. Á það til að mynda við um setu í stjórnum og nefndum eða þátttöku á pólitískum vettvangi. Lykilatriði í samfélagslegri þátttöku er tungumálaþekking. Útlendingar þurfa að sýna framtakssemi í íslenskunámi sínu og Íslendingar verða að gefa þeim færi á sér svo þeir geti spreytt sig á tungumálinu. Íslendingar og útlendingar þurfa að leggja heilmikið á sig við að mynda velheppnað fjölmenningarlegt samfélag sem veitir öllum íbúum jöfn tækifæri. Áhugi á samskiptum er mikilvægur þáttur í félagslegu umhverfi.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis presents the results of an anthropological study in multiculturalism where the principles of inclusion and exclusion are applied. The research took place mainly the northern part of the Westfjords of Iceland with the participation of Icelanders and foreigners residing there. Three field trips to Westfjord were conducted in the years 2007 and 2008, where people were interviewed individually and in focus groups. The aim of the project was to look into people’s experiences, locals and foreigners, of a multicultural society and their attitudes towards it. Attention was directed to the demands made by these groups for mutual participation in society and how these expectations linked to the process integration. The premises of integration were investigated by examining known concepts within multiculturalism within the context of the accounts given. People have moved to Iceland without any particular intention of settling permanently, but rather to work in the country for an undetermined period. However, many of those that originally came in search of new opportunities have now taken a permanent residence and even acquired Icelandic citizenship. The study discovered that foreigners were expected to participate socially and engage themselves in the villages’ social events, such as the mid-winter festival. On the other hand at other extracurricular activities, requiring responsibility, foreigners were less visible. This is for instance the case when it comes to sitting on boards and committees, and participation in the political arena. The cornerstone of community involvement is language knowledge. Foreigners must show initiative in their studies of the Icelandic language and Icelander must give them the opportunity to practice. Locals and foreigners need to make quite an effort to form a successful multicultural society that gives all residents equal opportunities. Interest in forming a relationship is an important factor in social settings.

Samþykkt: 
  • 8.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9956


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
adild-utilokun-ojuliusdottir.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna