is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9957

Titill: 
 • Lesblinda. Helstu einkenni og orsakir
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Þessi lokaritgerð er unnin til B.A. prófs við Háskóla Íslands haustið 2011.
  Hugtakið lesblinda er almennt skoðað og hvað það merkir að vera lesblindur. Margar rannsóknir hafa verið gerðar til að reyna að komast til botns í þessum lestrarerfiðleika og verða þær helstu skoðaðar m.a. þeir líffræðilegu þættir sem einkenna lesblinda einstaklinga. Skoðaðar eru skilgreiningar á lesblindu og hvernig hún birtist hjá lesandanum sjálfum. Lögð er mikil áhersla á hugtakið hljóðkerfisvitund og benda rannsóknir til þess að kerfisbundin þjálfun hljóðkerfisvitundar ásamt lestrarkennslu séu áhrifamesta aðferðin til að lifa með lesblindu með góðum árangri.
  Þrátt fyrir margar rannsóknir er enn ekki fyllilega vitað hvað það er nákvæmlega sem orsakar lesblindu annað en að hún er taugafræðilegur veikleiki af málrænum toga.
  Margt er þó vitað um sýnileg einkenni hennar og áhrif. Þar ber helst að nefna að lesblinda er ekki tengd greind og getur verið misalvarleg hjá einstaklingum. Þrátt fyrir þessa leshömlun hafa lesblindir sína veikleika og styrkleika og engir tveir eru eins. Lesblinda hefur áhrif á mjög marga þætti, t.d. lestrarfærni, réttritun sem og tungumálið. Einstaklingar fæðast flestir með þennan lestrarörðugleika og eru skyldir einhverjum sem eru líka lesblindir. Þrátt fyrir aukna þekkingu á þessum lestrarörðugleika þá virðist enn vera langt í land í að lesblinda verði skilin til fulls en fræðimenn halda áfram að rannsaka hana.
  Ritgerð þessi er unnin í þeirri von að kennarar, foreldrar og börn sem og aðstandendur lesblindra geri sér grein fyrir hvað hinn lesblindi er að ganga í gegnum og hvað hægt sé að gera til að auðvelda honum lífið almennt, hvort sem um er að ræða í námi eða vinnu. Með jákvæðu aðhaldi frá byrjun er hægt að lifa og læra vel með þennan lestrarörðugleika.

Samþykkt: 
 • 8.9.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9957


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lesblinda. Helstu einkenni og orsakir. Kristjana Ingibergsdóttir..pdf669.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna