is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9959

Titill: 
 • Augnsamband við alþýðuboðskap: Greining á starfsemi Skálholtsútgáfunnar
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Sérvaldar áherslur í útgáfu má finna hjá mörgum íslenskum bókaforlögum, allt frá norrænum sakamálasögum yfir í sérhæfð fræðirit. Þannig hefur til að mynda Unga ástin mín sérhæft sig í barnabókaútgáfu, bókaútgáfan Salka hefur löngum verið kölluð kvennaforlag og Crymogea leggur mikinn metnað í útgáfu bóka um ljósmyndun, list og hönnun. Önnur bókaútgáfa í þessum flokki er Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóðkirkjunnar, en hún sérhæfir sig í útgáfu efnis á kristilegum grunni. Lítið er til af heimildum um kristilega útgáfu á Íslandi, en ágætan lista má finna í bókasafni Hvítasunnukirkjunnar á Vopnafirði, þó ekki sé hann tæmandi.
  Í þessari skýrslu er fjallað um sérhæfingu í kristilegri útgáfu og ljósi varpað á starfsemi Skálholtsútgáfunnar. Skýrslunni er skipt í tvo hluta en henni fylgja sex viðaukar; viðtöl við Eddu Möller, framkvæmdastjóra Kirkjuhússins–Skálholtsútgáfunnar, og Elínu Elísabetu Jóhannsdóttur, ritstjóra í útgáfuráði Skálholtsútgáfunnar, stefnuskrá Kirkjuhússins, skrá um útgefna titla, stutt greinargerð um starfsnámið sumarið 2011 og loks spurningarammi viðtala.
  Í fyrsta hlutanum er fjallað um kristilega útgáfu á almennum grunni og hvernig hún samræmist skilgreiningunni á sérhæfðri útgáfu. Dæmi verða tekin um hvers konar efni er gefið út undir merkjum kristilegrar útgáfu auk þess sem minnst verður á upphaf
  hennar á Íslandi.
  Annar hluti skýrslunnar fjallar um Skálholtsútgáfuna og varpar ljósi á starfsemi hennar, en upplýsingar sem þar koma fram voru unnar úr áðurnefndum viðtölum og skjölum á borð við fundargerðir og Stefnuskrá Kirkjuhússins–Skálholtsútgáfunnar.

Samþykkt: 
 • 8.9.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/9959


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
augnsamband_vid_altydubodskap.pdf858.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna