en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9961

Title: 
  • Title is in Icelandic Að halda í karlmennskuna. Reynsla karla í kvennastörfum
Submitted: 
  • October 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið þessarar rannsóknar var að skoða reynslu karla í kvennastörfum og hvað hafði áhrif á starfsval þeirra. Sex karlar í kvennastörfum tóku þátt í rannsókninni og fór gagnasöfnun fram með einstaklingsviðtölum. Niðurstöður benda til að viðmælendur hafi yfirleitt ekki stefnt upphaflega að núverandi starfi en farið í það eftir reynslu í kvennastarfi sem átti í flestum tilvikum að vera tímabundið. Þeir fengu góðan stuðning frá sínum nánustu varðandi starfsvalið auk þess sem uppeldisaðstæður þeirra gætu hafa ýtt undir óhefðbundið starfsval. Jafnframt kom fram að þeim líði vel í starfi, þeir mæti yfirleitt jákvæðu viðmóti og upplifi flestir ákveðna sérstöðu vegna kyns. Þó virtust þeir upplifa neikvæð viðhorf og fordóma úr ýmsum áttum, ógn við karlmennskuna og að verða útundan í „kvennasamræðum“ á vinnustaðnum. Ýmsar hindranir virðast því geta orðið á vegi karla sem leita út fyrir hin hefðbundnu karlastörf og fara inn á starfssvið þar sem konur eru í meirihluta. Vonast er til að niðurstöður varpi ljósi á reynslu karla sem fara óhefðbundnar leiðir í námi og starfi og geti nýst náms- og starfsráðgjöfum í ráðgjöf og fræðslu til að sporna við kynbundnu náms- og starfsvali.

Accepted: 
  • Sep 8, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9961


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MA ritgerð LRB.pdf633.2 kBOpenHeildartextiPDFView/Open