en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/9962

Title: 
  • Title is in Icelandic Villtari hliðar Rauðhettu. Uppruni og nútímavæðing Rauðhettu
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í ritgerð þessari leitast höfundur við að kanna þróun og notkun ævintýrisins um Rauðhettu. Charles Perrault er talinn vera höfundur Rauðhettu en til eru margar útgáfur sögunnar. Söguþróun Rauðhettu er skoðuð í gegnum tímann og séð hvernig ævintýrið hefur verið aðstæðubundið hverju sinni. Farið er yfir ýmsar bókmenntaútgáfur Rauðhettu og er siðferðisbreyting þeirra í gegnum tíðina skoðuð. Stuðst er við goðsagnagreiningu Christopher Voglers til að greina þrjár kvikmyndir sem eiga það allar sameiginlegt að byggja á ævintýrinu um Rauðhettu. Kvikmyndirnar sem teknar eru fyrir eru Freeway, Red Riding Hood 2003 og Red Riding Hood 2011. Í goðsagnagreiningunni er farið yfir ferð hetjunnar og stofngerðir sem eiga sér stað innan flestra ævintýra og handrita og eru kvikmyndirnar þrjár ítarlega greindar.
    Kvikmyndirnar eru einnig greindar eftir dýpri flokkagreiningu kvikmyndaheimsins. Þrátt fyrir að nútímavæddar sögur fylgi ekki alltaf nákvæmum söguþræði Perraults þá er oft hægt að rýna í grunnþemað og aðra þætti sem tengjast sögunni, eins og persónur og umhverfi. Með nútímavæddum kvikmyndum er náð til stærri og eldri markhópa, þannig lifir Rauðhetta enn á okkar dögum.

Accepted: 
  • Sep 8, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9962


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
LOKA UPPKAST.pdf795.68 kBOpenHeildartextiPDFView/Open