is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9963

Titill: 
  • Skiptir stærðin máli? Fjölmiðlasamsteypur og áhrif þeirra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að rannsaka þá þróun sem átt hefur sér stað í hinum vestræna fjölmiðlaheimi, að stórar fjölmiðlasamsteypur ráða ríkjum í stað smærri fjölmiðlafyrirtækja. Fjallað er um áhrif slíkrar samþjöppunar valds á lýðræðið og um leið á starf blaðamannsins. Hvað veldur þessari þróun? Hefur þróunin á Íslandi verið í sömu átt og víðast annars staðar?
    Um eigindlega rannsókn er að ræða þar sem viðtöl voru tekin við fjóra einstaklinga sem hafa stýrt fjölmiðlum á Íslandi og jafnframt voru tekin viðtöl við tvo reynda blaðamenn sem þekkja bæði starf blaðamannsins af eigin raun og hafa gegnt starfi formanns stéttarfélags blaðamanna, Blaðamannafélags Íslands.
    Niðurstöðurnar benda til þess að svipuð þróun hafi átt sér stað á íslenskum fjölmiðlum og annars staðar. Völd hafa færst á fáar hendur á sama tíma og blaða- og fréttamenn búa við lítið starfsöryggi. Blaðamenn eru í veikri stöðu gagnvart eigendum fjölmiðla sem stýra því að talsverðu leyti hvað fjölmiðlar í þeirra eigu fjalla um, meðal annars með stjórnendum sem þeir velja. Fjölmiðlar hafa verið notaðir sem valdatæki eigenda sinna og ekkert bendir til þess að breytingar sé að vænta. Aftur á móti eru blaðamenn almennt trúir þeirri hugsjón að hlutverk þeirra sé að gæta hagsmuna almennings og vera varðhundar samfélagsins. Misjafnlega gengur þó að gegna því hlutverki vegna þess ástands sem ríkir á fjölmiðlamarkaði, þar sem flestir fjölmiðlar berjast í bökkum.

Samþykkt: 
  • 8.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9963


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skiptir_staerdin_mali_080911.pdf2.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna