is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9967

Titill: 
  • „Átti honum þá að líðast að fara með systur okkar eins og skækju?“ Sagan af Dínu í 1. Mósebók 34
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í fyrstu Mósebók kafla 34 er að finna sögu sem oft er kölluð sagan af Dínu. Sagan virðist í fyrstu fjalla um unga stúlku sem fer úr sínu verndaða umhverfi og er nauðgað af valdamiklum manni. þegar líður á frásögnina hættir sagan að snúast um Dínu þó svo brotið sem framið var gegn henni verði þungamiðja þess sem á eftir kemur. Bræður Dínu reiðast þegar þeir frétta af brotinu og taka málin í sínar hendur. Þeir fella dóm, ákveða refsingu og framkvæma hana. Hefnd þeirra nær ekki aðeins yfir þann sem framdi brotið heldur yfir allt hans fólk.
    Þeir fræðimenn sem hafa rýnt í texta sögunnar eru ekki allir sammála um það að Dínu hafi verið nauðgað. Ástæða ágreiningsins er sú að nokkur orð hebreska textans hafa tvöfalda merkingu sem gefur vísbendingu um tvennskonar atburði.
    Í þessari ritgerð mun ég setja fram túlkun valinna fræðimanna á þeim orðum sem valdið hafa ágreiningi um niðurstöðuna. Ég mun einnig skoða stöðu kvenna á tíma sögunnar og hjónabandstilhögun forn-Ísraelíta til þess að varpa ljósi á söguna um Dínu. Viðfangsefni ritgerðarinnar er að leitast við að svara því hvaða augum refsingin í sögunni hefur verið litin. Var refsingin sem bræður Dínu veittu í samræmi við brotið? Hvað fékk þá til þess að fremja fjöldamorð og ræna svo hina dauðu?

Samþykkt: 
  • 9.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9967


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Díana Ósk Óskarsdóttir.pdf922.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna