is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/9968

Titill: 
  • Lestur unga fólksins. Þáttur sem þarf að vaxa og dafna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að fræðast um lestrarvenjur ungs fólks og athuga hvað hefur áhrif á lestur og lýsa atriðum sem hvetja ungt fólk til að lesa. Rannsóknin var unnin með eigindlegri aðferð. Opin viðtöl voru tekin við 21 einstakling: sex 12 ára nemendur, fimm foreldra, þrjá íslenskukennara og sjö bókasafns- og upplýsingafræðinga, fimm unnu á skólasöfnum og tveir á almenningssöfnum. Gögn voru kóðuð og flokkuð í meginþemu. Helstu niðurstöður benda til að ærin ástæða sé til að vinna að lestrarhvatningu. Ungt fólk virðist lesa sára lítið og þörf á að kenna því að njóta lestur. Það virðist eiga erfitt með að velja sér lesefni og mikilvægt er að efla umræðu um bækur til að hvetja ungt fólk til frekari lesturs. Svo virðist sem bækurnar sem ungt fólk les séu flestar frá heimilum og skólasöfnum en það komi síður við á almenningssöfnum. Það þarf að vinna að því að gera lestur áhugaverðan í augum ungs fólks. Annars er hætta á að lestur einskorðist aðeins við skólabækur.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this study is to gather knowledge about young people´s reading habits, discover what motivates them to read and collect ideas about assignments which promote reading. The study used a qualitative method. In-depth interviews were taken with 21 individuals: six 12 years old pupils, five parents, three teachers and seven librarians, five of them worked at schools libraries and two at public libraries. The data was coded, classified in main themes and analysed. The main results indicate that there is a good reason to promote reading. It appears that young people read very little and that they need to be taught to enjoy reading. It looks as if they often don´t know what they like to read and discussions about books need to be enhanced to support reading. It appears that the books that young people read are usually from their homes and their school libraries and that they rarely visit public libraries. Reading must be approved as an entertainment among young people. If nothing is done they just seem to read their schoolbooks

Samþykkt: 
  • 9.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9968


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heida_lokautgafa.pdf645.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna