Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/997
Breytingar verða oft í umhverfi fyrirtækja og þurfa þau að geta aðlagast þeim svo þau eigi ekki hættu á að verða undir á markaðinum. Öfl í umhverfi fyrirtækja knýja fram breytingar og hafa þau í för með sér, hvort tveggja í senn, meiri ógnanir og tækifæri fyrir fyrirtæki.
Mannlegi þátturinn er einn mikilvægasti þátturinn í breytingaferlinu. Algeng viðbrögð stafsfólks er andstaða við breytingar og hafa margar kenningar verið settar fram um viðbrögð starfsfólks við breytingum.
Mikið hefur verið skrifað um breytingastjórnun og margar kenningar um efnið settar fram. John P. Kotter hefur verið hvað mest áberandi í umræðunni um breytingastjórnun og setti fram átta skrefa ferli sem leiða á til árangursríkra breytinga, ef því er fylgt eftir.
Hans Petersen er gamalgróið fjölskyldufyrirtæki sem fór í gegnum róttækar breytingar á síðasta ári í kjölfar eigendaskipta. Hvatar breytinganna voru taprekstur og miklar breytingar í rekstrarumhverfi fyrirtækisins.
Þegar breytingar Hans Petersen eru bornar saman við kenninguna sem Kotter setti fram og kemur í ljós að þær fylgja að nokkru leyti kenningu hans. Nokkurrar andstöðu gætti við breytingar Hans Petersen en hún var, að mati yfirstjórnenda og eins eigenda fyrirtækisins, ekki meiri en eðlilegt gæti talist. Enn er unnið að því að festa breytingarnar í sessi og því ekki hægt að mæla hvort þær hafi verið árangursríkar en þær hafa gert það að verkum að rekstur fyrirtækisins hefur snúist við, úr tapi yfir í hagnað.
Lykilorð:
Breytingar
Hvatar
Andstaða
John P. Kotter
Hans Petersen
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
brstj.pdf | 692.18 kB | Takmarkaður | Breytingastjórnun - heild | ||
brstj_e.pdf | 143.02 kB | Opinn | Breytingastjórnun - efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
brstj_h.pdf | 117.12 kB | Opinn | Breytingastjórnun - heimildaskrá | Skoða/Opna | |
brstj_u.pdf | 120.72 kB | Opinn | Breytingastjórnun - útdráttur | Skoða/Opna |