is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9971

Titill: 
  • Ana Mendieta. Áhrif menningar og fornmenningar Mexíkó á listsköpun Ana Mendieta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ana Mendieta fæddist á Kúbu árið 1948 en flúði þaðan aðeins barn að aldri vegna byltingar Castro. Þar með missti hún heimaland sitt og sem innflytjandi í Bandaríkjunum upplifði hún sig frábrugðna öðrum í samfélaginu. Þegar hún var rúmlega tvítug ferðast hún í fyrsta skipti til Mexíkó. Þetta var námsferð þar sem hún tók þátt í fornleifauppgreftri. Ekki er nóg með að hún finni sitt annað heimaland í Mexíkó og heillist af sögu og menningu landsins, heldur lærir hún líka aðferðir við fornleifauppgröft sem lögðu grunn að allri listsköpun hennar uppfrá því.
    Fjallað er um menningu og fornmenningu Mexíkó og hún skoðuð út frá trúarhugmyndum sem mótuðu samfélag fyrri tíma og samfélag dagsins í dag. Áhrif trúar á líf indjána í Mexíkó til forna voru geysilega mikil en hún var einkar blóðug og ofbeldisfull. Viðhorf Mexíkana í dag mótast enn af trúarhugmyndum fyrri tíma sérstaklega þegar horft er til dauðans.
    Verk Mendieta sem tekin eru til skoðunnar í þessari ritgerð tengjast öll á einn eða annan hátt trú hins forna menningarheims. Það sést á notkun hennar á blóði ásamt myndbirtingu hennar á hringrás lífsins. Lífið er heilagt og því á ekki að fórna í tilgangsleysi. Prestar í forn Mexíkó fórnuðu mannslífi til að viðhalda lífi og Jesú Kristur dó á krossinum svo við mættum öðlast eilíft líf. Í ofbeldisverkum Mendieta er lögð áhersla á að lífið sé mikilvægt og að hinn tilgangslausi dauði í höndum glæpamanns er svívirðilegur og brýtur gegn öllum siðaboðum.

Samþykkt: 
  • 9.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9971


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gerður Guðrún Árnadóttir_BA.pdf318.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna