is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9976

Titill: 
  • Vladimir Nabokov, Púshkin og þýðingarnar
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um þýðingar rithöfundarins Vladimirs Nabokovs og hvers vegna hann þýddi verkið Jevgeníj Onegin nánast frá orði til orðs á þann hátt sem kallast bókstafleg þýðing. Í ritgerðinni er komist að þeirri niðurstöðu að nýrýnin svokallaða, sem var meðal annars kennd við Cambridge háskóla og einnig kenningar Romans Jakobsons, sem kenndi við Harvard hafi haft umtalsverð áhrif á Vladimir Nabokov og þýðingar hans. Einnig er það haft í huga að Nabokov var flóttamaður sem þurfti að skipta um tungumál og heimili og að hann varð mjög háður þýðingum seinni hluta ævinnar. Bitur reynsla Nabokovs sjálfs af þýðingum annarra á sínum eigin verkum virðist hafa hvatt hann enn frekar til að vinna að þýðingum á bókstaflegan hátt. Að lokum er rétt að nefna, að skýringar Nabokovs sjálfs við þýðinguna á Jevgeníj Onegin mynda í raun og veru meginuppistöðu verksins sem slíks og það er jafnvel hægt að ganga svo langt að segja að þýðingin sjálf sé einungis aukaatriði miðað við skýringarnar. Á þennan hátt er uppbygging þýðingar Nabokovs á Jevgeníj Onegin svipuð og uppbyggingin á skáldsögunni Pale Fire, enda kemur ekki á óvart að hún er rituð skömmu eftir að Nabokov lauk þýðingu sinni á Jevgeníj Onegin. Spurningin vaknar þess vegna um mikilvægi athugasemda þýðanda og fylgitextans í verkum Vladimirs Nabokovs og hvort það sé jafnvel mögulegt að skoða heildarritverk og þýðingar Nabokovs sem einhvers konar fylgitexta sem sé ritaður sem andsvar og til heiðurs arfleifð rússneskra heimsbókmennta.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis concerns the translations of the writer Vladimir Nabokov and the question why he translated Eugene Onegin in such a literal way. The thesis argues that the school of New Criticism which was for instance taught at Cambridge, and also the theories of Roman Jakobson which taught at Harvard, did have a considerable impact on Vladimir Nabokov and his translations. Also it is kept in mind that Nabokov was a refugee and had to change his language and his domicile and he depended very much on translations during the latter part of his life. Nabokov´s own bitter experience of the translations by others of his own work seems to have encouraged him to perform literal translations. Finally it is proper to mention that the comments of Nabokov to his translation of Eugene Onegin do in fact form the main content of the work as such and it can even be argued that the translation itself is of secondary importance, and that Nabokovs comments are of primary importance. In this way the structure of the translation of Eugene Onegin is similar to the structure of Pale Fire, so it is no surprise that Pale Fire is written soon after that Nabokov completed his translation of Eugene Onegin. Therefore the question is raised concerning the importance of the paratext as a part of the work of Vladimir Nabokov and whether it may even be possible to view the whole opus of Nabokov as a kind of paratext written in celebration of the heritage of Russian Literature.

Samþykkt: 
  • 9.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9976


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjorg_Elsa_Bjornsdottir.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna